Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 31
30
reynst of tormelt fyrir lesendur sem voru á höttunum eftir fræðandi og
skemmtilegu afþreyingarefni. Ekki verður með neinni vissu sagt til um
ástæðu þess að þriðji hluti greinaflokksins leit ekki dagsins ljós en ekkert
tilefni er til að gera slíkri túlkun of hátt undir höfði. Nær væri að líta á
greinaflokkinn sem hryggjarstykkið í útgáfu Iðunnar fyrstu fjögur árin og
skýrt dæmi um þá áherslu sem Ágúst lagði á miðlun vísindalegrar þekk-
ingar til almennings. Eftir að greinaflokkurinn um hina nýju vísindalegu
heimsmynd nútímans hafði runnið sitt skeið hélt Ágúst ótrauður áfram að
birta efni um vísindalegar nýjungar. Benda má t.a.m. á tvær greinar sem
birtust í síðustu tveimur tölublöðum Iðunnar sem Ágúst ritstýrði og fjöll-
uðu um nýjungar á sviði eðlisfræði.73
Óhætt er að fullyrða að miðlun vísindalegrar þekkingar til almennings
setti ótvírætt mark á tímaritið Iðunni í ritstjórnartíð Ágústs, og hann hélt
áfram á sömu braut með útgáfu alþýðlegra verka um vísindaleg efni á borð
við Himingeiminn (1926) og Heimsmynd vísindanna (1931).
Lokaorð
Fullt tilefni er til að líta til þeirra tímarita sem Ágúst ritstýrði og var útgef-
andi að sem mikilvægs miðlunarvettvangs þeirra hugmynda sem hann taldi
brýnt að koma til landsmanna. Margir lykiltextar í höfundarverki hans
sem heimspekings litu dagsins ljós á síðum Iðunnar og má þar til að mynda
benda á greinina „Tvennskonar menning“ (1917). Greinaskrif og ritstjórn
Ágústs á vettvangi Iðunnar leiða ennfremur í ljós lifandi samtal við samtím-
ann og menningu á forsendum þeirrar fræðilegu þekkingar sem hann hafði
aflað sér og lagt rækt við. Er það sérstaklega skýrt með tilliti til umfjöll-
unar hans um skáldverk íslenskra raunsæishöfunda á tímabilinu sem hann
nálgaðist á forsendum þeirrar sálarfræði og siðfræði sem hann aðhylltist.
Ritstjórnarstefnu Iðunnar undir stjórn Ágústs verður ekki réttilega skil-
greind sem liður í virku andóf gegn nútímavæðingu samfélagsins. Vissulega
má draga fram þá þætti sem bera einkenni íhaldssamra viðhorfa til sam-
73 Annarsvegar var um að ræða grein um Albert Einstein og afstæðiskenningu
hans sem var byggð á verki Alexanders Moszkowski (1851–1934) um sama efni
og hinsvegar frumsamda grein eftir Ágúst um kenningu Ernests Rutherford
(1871–1937) um eðli og gerð frumeindarinnar. Sjá: Alexander Moszkowski, „Ein-
stein“, 1–2/1921–22, þýð. og ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 110–29; og Ágúst H.
Bjarnason, „Rutherford: um gerð frumeindanna“ 3–4/1921–22, ritstj. Ágúst H.
Bjarnason, bls. 235–42. Þó svo að grein Ágústs um Rutherford sé vissulega frum-
samin hefur hún að geyma langar tilvitnanir í texta eftir Rutherford sjálfan.
Jakob GuðmunduR RúnaRsson