Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 41
40
Þessi röksemdafærsla átti í flestum tilvikum ekki við verk seinni tíma höf-
unda.
Sem dæmi má nefna stólræðu J. Stockwood frá 1578 sem gagnrýnir
„Hina miklu og hina litlu Höll Ánægjunnar, og fjölda annarra slíkra sóða-
bóka“ sem virðist vera bein vísun í verk Williams Painters (hin mikla höll)
og eitt af þeim verkum sem varð fyrir beinum áhrifum frá því verki og kall-
ast The Petite Pallace of Pettie his Pleasure.18 Fjöldann allan af sambærilegum
fordæmingum má finna á tímabilinu en nóvellusöfnin urðu bara vinsælli,
ef dæma má af lýsingu Henry Wotton í bréfi til lesenda sinna frá 1578
sem birtist með þýðingu hans á verki Jaques yver, A courtlie Controversie of
Cupid’s Cautels:
(Ef litið er til hversu mikið harmrænum sögum hefur verið hamp-
að og þær dáðar upp á síðkastið, jafnvel þannig að það virðist vera
skammarlegt af öllum herramönnum og göfugum frúm, alin í skóla
kurteisinnar, en sérstaklega af hefðarmönnum, að kunna ekki á þeim
skil.)19
Nóvellur Painters voru augljóslega þýddar inn í bókmenntaumhverfi sem
einkenndist af óvissu gagnvart þýðingum almennt og var frekar neikvætt
gagnvart veraldlegu efni sem barst frá Ítalíu. Þær aðferðir sem hann notaði
til að bregðast við þessum aðstæðum verða ræddar hér að neðan en hann
var að sjálfsögðu ekki einn um að þurfa að takast á við þetta. Þó má halda
því fram að eðli þess efnis sem Painter flutti inn og það að hann hafi verið
fyrstur, hafi orðið til þess að þörf hans til að bregðast við þessum fordóm-
um hafi verið meiri en annarra og það hafi haft áhrif á þýðingaraðferðir
hans.
Þýðingaraðferðir tímabilsins
Því hefur verið haldið fram að þýðingar séu óbein orðræða sett fram sem
bein orðræða, þar sem „ég“ þýðinga sé ekki þýðandinn í huga lesenda
heldur annað hvort upprunalegur höfundur eða sögupersóna.20 Í þýð-
18 Tilvitnun sótt í Ernst de Chickera, „Palaces of Pleasure: The Theme of Revenge
in Elizabethan Translations of Novelle“, Review of English Studies, New Series 11,
41/1960, bls. 1–7, hér bls. 1. Frekari umfjöllun um The Petite Pallace má finna í
doktorsritgerð minni.
19 Jacques yver, A courtlie controversie of Cupids cautels, þýð. Henry Wotton, London:
Francis Coldock og Henry Bynneman, 1578, A4r.
20 Susan Petrilli og Augusto Ponzio, „Translation as Listening and Encounter with
Ásdís siGmundsdóttiR