Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 45
44
Bókmenntagreinin nóvella
Fredric Jameson skilgreinir bókmenntagreinar sem „bókmenntalegar
stofnanir, eða félagslegan samning á milli höfundar og tiltekins almenn-
ings, sem hafa það hlutverk að tilgreina viðurkennd not af ákveðinni
menningarafurð.“29 William Painter innleiddi ítölsku nóvelluna í enska
bókmenntakerfið á 16. öld með verki sínu Palace of Pleasure, á tíma þar sem
samningurinn sem Jameson vísar í var ekki fullmótaður. Verkið vó þungt
í mótun þessa samnings og í staðsetningu nýju greinarinnar innan ensks
bókmenntakerfis.
Þó hugmyndir gagnrýnenda um bókmenntagreinar séu mjög marg-
víslegar þá myndu flestir samþykkja að þær séu bæði lýsandi og hafi for-
skriftarvirkni. Hinn lýsandi þáttur greinarinnar er það sem einkennir texta
innan hennar og er notað af þeim sem fjalla um bókmenntir á tilteknum
tíma og stað til að greina á milli mismunandi tegunda texta, þó að mörkin á
milli þeirra séu á stundum óljós. Þessi lýsandi hlið bókmenntagreina hefur
áhrif á forskriftarvirkni þeirra og gefur lesendum og höfundum leiðsögn
við sköpun sem og lestur texta og skilning. Hún kemur þó alls ekki í veg
fyrir ögrandi lestur eða skapandi endurskoðun viðurkenndra greina.
Lýsandi þáttur bókmenntagreinarinnar er mikilvægur vegna þess að
hér verður því haldið fram að The Palace of Pleasure, og þær ákvarðanir
sem Painter tók um efnið sem hann var að vinna með, hafi mótað þær
hugmyndir sem enskir lesendur og höfundar fengu um þessa tegund
bókmennta eða einkennin sem greinin fékk á þessum tíma og stað. Þær
aðferðir sem Painter notaði til að finna nóvellunni stað gagnvart öðrum
greinum og sú skilgreining sem hún fékk innan bókmenntakanónunnar á
tímabilinu, mótaði skilning lesenda á þeim textum sem skilgreindir voru
sem nóvellur.30 Forskriftarvirkni greina er einnig mikilvæg vegna þess að
Palace of Pleasure var fyrirmynd fyrir aðra höfunda um hvernig hægt væri
að endurskrifa og aðlaga nóvelluefni að enska bókmenntakerfinu.
Í dag vísar hugtakið nóvella yfirleitt til prósatexta sem fellur u.þ.b.
mitt á milli skáldsögu og smásögu, hvað varðar lengd, flækjustig sögu-
þráðar og byggingar, persónusköpun og nákvæmni lýsinga. Þessi lýsing
á nóvellum er það sem Rick Altman myndi kalla innlimandi (e. inclusive)
29 Fredric Jameson, The Political Unconscious, Routledge, 2002, bls. 92.
30 Það skal tekið fram að margir gagnrýnendur fella þessar nóvellur undir merki róm-
ansa, en við það verða þær einhvers konar fyrirrennarar „raunverulegra“ rómansa
eða hliðarspor sem rennur að lokum saman við færsluna frá miðaldarómönsum til
nútímarómansa, en hafi lítil áhrif á þá framrás.
Ásdís siGmundsdóttiR