Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 49
48
háfleygari og skrautlegri í frönsku útgáfunum og þýðendurnir kepptust
við að bæta inn alls konar mælskufræðilegu flúri. Það sem meira er, þetta
atriði var talið mjög mikilvægt og hafði því töluvert að segja í framsetn-
ingu og vinsældum nóvellunnar á Englandi. Ítalska nóvellan hafði þegar
hún barst til Englands fengið á sig yfirbragð franskrar hirðmennsku. Þetta
ferli mætti kannski kalla blendingu (e. hybridisation), en það er ein af þeim
aðferðum sem Bakhtín skilgreinir í kenningum sínum um orðræðu skáld-
sögunnar. Hann skilgreinir það ferli sem: „blöndu tveggja félagslegra
tungumála innan marka einstakrar segðar, fundur, innan rýmis segðarinn-
ar, milli tveggja málvísindalegra meðvitunda, aðskildar í tíma, í félagsleg-
um mun eða með öðrum hætti.“40 Í meðförum Bakhtíns er slíkur blend-
ingur meðvitað bókmenntalegt stílbragð en segja má að það hafi verið
raunin í frönsku þýðingunum. Sú spurning vaknar hins vegar hvort það að
halda því í enska textanum hafi líka verið meðvitað eða einungis afleiðing
af þeim frumtexta sem þýðandinn notaði. Þar sem Painter hafði aðgang að
franska og ítalska textanum en valdi að nota þann franska virðist ljóst að
hann hafi viljað viðhalda þessari þróun. Ljóst er að á leið sinni frá Ítalíu til
Englands litaðist nóvellan af þeim breytingum sem textarnir höfðu gengið
í gegnum.
Auk þessa var ítalska og franska efnið frá Boccaccio, Bandello, de
Navarre og öðrum samtímahöfundum kynnt til sögunnar í hinu enska
bókmenntakerfi í samfloti við texta úr öðrum áttum eins og áður hefur
verið nefnt og það hafði óumflýjanlega áhrif á viðbrögð lesenda við þeim.
Afleiðingin var sú að ensk útgáfa nóvellanna varð sérstakt form, sem mót-
aðist bæði sem afleiðing af áðurnefndu ferli blöndunar og vegna þess sam-
hengis sem þær birtust í. Þetta hafði ekki bara áhrif á þau ensku nóvellu-
söfn sem fylgdu í kjölfar The Palace of Pleasure heldur líka á aðrar þýðingar
á ítölskum nóvellum. Fyrsta þýðingin á heildartexta Tídægru Boccaccios
frá 1620 (sem er nafnlaus en oft ætluð John Florio) bætir inn stuttum
siðferðilegum innskotum á milli lýsinga á efni nóvellanna og nóvellanna
sjálfra.41 Til dæmis er þessari hjálplegu athugasemd bætt við nóvellu II.2
„Rinaldo di Este“ (nóvella I.33 í The Palace of Pleasure): „Hvar við getum
40 Mikhail M. Bakhtin, „Discourse in the Novel“, The Dialogic Imagination, ritstj.
Michael Holquist, Austin: University of Texas Press, 1982, bls. 259–422, hér bls.
358.
41 Peter Stallybrass, „Dismemberments and Re-memberments: Rewriting the De-
cameron, 4.1, in the English Renaissance“, Studi sul Boccaccio 20, 1991–1992, bls.
299–324, hér bls. 299.
Ásdís siGmundsdóttiR