Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 55
54
snýst um að höfundar sóttust eftir vernd valdamikilla velgjörðarmanna
með tileinkunum.
Lögmál gagnsemi og ánægju
Margendurtekið lögmál gagnsemi og ánægju sem stýrandi markmiðs bók-
mennta má sjá í fjölda bréfa til lesenda, tileinkunum og öðrum hliðartext-
um útgefinna bóka en einnig í sjálflægri orðræðu bókmenntanna á þessu
tímabili. Þar er átt við ýmis verk sem fjalla um hugmyndir samtímans um
bókmenntaframleiðslu og virkni þeirra innan menningarsviðsins, verk sem
segja má að taki þátt í sjálflægri orðræðu á sextándu öld þrátt fyrir að vera
ólík að gerð og hafa ólík markmið. Verk eins og Boke named the Governour
(1531) eftir Thomas Elyot, Arte of Rhetorique (1560) eftir Thomas Wilson,
The Scolemaster (1570) eftir Roger Ascham og Defence of Poesy (1989) eftir
Philip Sidney snerust sum hver ekki aðallega um skáldskaparfræði en þau
fjölluðu þó um ljóðlist að einhverju marki og þau lögðu öll megináherslu á
siðferðilegt hlutverk bókmennta í því samhengi.58
Í The Palace of Pleasure má sjá að Painter telur þetta vera markmið
bókmennta. Hann lýsir því hvernig hann valdi og þýddi sögurnar í verkinu
með því að „tína“ til (e. culling) sögur sem væru „gagnlegar og ánægju-
legar“ (e. profitable and pleasunt) og lýsir því hvernig hann hafi skilið eftir
þær sem voru „þess eins verðugar að vera dæmdar í ævarandi fangelsi.“59 Þó
að nútímalesendur geti kannski illa ímyndað sér siðbótargildi verksins, þá
þýðir það ekki að samtímalesendur hafi ekki gert það.
Verk sem lýsa lífshlaupi merkra einstaklinga sem áttu að vera mönnum
fyrirmyndir voru vel þekkt allt frá fornöld en virðast hafa notið aukinna
vinsælda og virðingar í pólitísku umróti á Englandi á sextándu öld. Eins og
Robert Maslen bendir á var vinsælasta safn frásagna af þessu tagi sem birt-
ist á undan The Palace of Pleasure, A Mirror for Magistrates (1555). Þess er
vert að geta að fyrsta útgáfa þess verks var ritskoðuð og útgáfan innkölluð.
Þegar það var endurútgefið árið 1563 hafði harmsögu um skáld sem var
58 Elyot, The boke named the governour; Thomas Wilson, Arte of Rhetorique, 1553,
1560, New york og London: Garland, 1982, bls. 14–15; Roger Ascham, The
Scolemaster; Philip Sidney, „The Defence of Poesy“,Sir Philip Sidney: A Critical
Edition of the Major Works, ritstj. Katherine Duncan-Jones, Oxford & New york:
Oxford University Press, 1989.
59 Painter, The Palace of Pleasure, ¶¶3r.
Ásdís siGmundsdóttiR