Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 56

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 56
55 tekið af lífi vegna dæmisögu verið bætt við.60 Þannig að verkið sýnir ekki aðeins fram á vinsældir þess að kenna dyggðuga hegðun í gegnum exempla, heldur einnig þá hættu sem fólst í því að framleiða of umdeildan skáld- skap. Þetta stuðlaði mögulega að þeirri áherslu sem Painter leggur á eðli sagnaritunar sem miðils sannleika og siðaboðskapar. Þó að Painter leggi áherslu á kennsluþátt verks síns heldur hann líka á lofti mikilvægi lestraránægju. Þetta má best sjá á heiti verksins, þetta er „Höll ánægjunnar“! Þessi áhersla á ánægju skýrist mögulega af því að Painter er ekki bara höfundur og þýðandi, hann er fyrst og fremst les- andi. Samband hans við þá texta sem hann tekur saman í safni sínu hófst þegar hann tókst á við þá sem lesandi, líkt og hann lýsir í ávarpi sínu í öðru bindi: Þegar vinnan gaf mér rólega stund, og frítími nærði önnur verk mín, þá er ekkert sem gleður meira auðar stundir en lestur Sagnarita á þeim þjóðtungum sem smávægileg þekking mín gefur mér tæki- færi til. Og til að einkalestur minn veiti ekki bara mér einum gleði og ánægju, til að forðast eðli þess holdfúna durts og óvins mannlegs samneytis Tímons Aþenings sem lifði bara fyrir sjálfan sig, hef ég (eftir bestu getu) tínt nokkur blóm og ávexti úr því ánægjulega safni lesefnis míns til að veita til almenns gagns og auðnu, […].61 Þessi tilurðarsaga gæti skýrt það mikilvægi lestraránægjunnar sem „gleður lúinn og langþreyttan huga“62 eins og hann segir í upphafi fyrsta bindis. Þó hann haldi áfram og lýsi gagnsemi verksins endar hann á því að útlista þá ánægju sem hafa megi af lestri: „[Nóvellur] endurskapa og endurhlaða þreytta huga, örmagna vegna sárra erfiðleika eða langvarandi áhyggja, sem leiðir til þess að þeir fordæma og forðast volæði, hugaróra og létt- vægt hugarflug.“63 Lestur þeirra mun samkvæmt Painter einnig hrekja þunglyndi á bug, endurnæra hugann við allar aðstæður og róa ástríðurnar. Það skal tekið fram að lýsing Painters á því sem hvatti hann til að byrja að þýða var ekki sú sama í báðum bindum verksins. Í fyrra bindinu seg- ist hann hafa byrjað að þýða Livius til heiðurs velgjörðarmanni sínum 60 Maslen, Elizabethan Fiction, bls. 83–84. Verkið kom út þegar sviptingar voru hraðar í konungserfðum Englands þar sem þjóðhöfðinginn var ýmist mótmælenda eða kaþólskrar trúar sem skýrir að hluta til þessa útgáfusögu. 61 Painter, The Second Tome of the Palace of Pleasure, *3r. 62 Painter, The Palace of Pleasure, ¶¶2r. 63 Sama rit, ¶¶¶1r. HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.