Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 56
55
tekið af lífi vegna dæmisögu verið bætt við.60 Þannig að verkið sýnir ekki
aðeins fram á vinsældir þess að kenna dyggðuga hegðun í gegnum exempla,
heldur einnig þá hættu sem fólst í því að framleiða of umdeildan skáld-
skap. Þetta stuðlaði mögulega að þeirri áherslu sem Painter leggur á eðli
sagnaritunar sem miðils sannleika og siðaboðskapar.
Þó að Painter leggi áherslu á kennsluþátt verks síns heldur hann líka
á lofti mikilvægi lestraránægju. Þetta má best sjá á heiti verksins, þetta
er „Höll ánægjunnar“! Þessi áhersla á ánægju skýrist mögulega af því að
Painter er ekki bara höfundur og þýðandi, hann er fyrst og fremst les-
andi. Samband hans við þá texta sem hann tekur saman í safni sínu hófst
þegar hann tókst á við þá sem lesandi, líkt og hann lýsir í ávarpi sínu í öðru
bindi:
Þegar vinnan gaf mér rólega stund, og frítími nærði önnur verk
mín, þá er ekkert sem gleður meira auðar stundir en lestur Sagnarita
á þeim þjóðtungum sem smávægileg þekking mín gefur mér tæki-
færi til. Og til að einkalestur minn veiti ekki bara mér einum gleði
og ánægju, til að forðast eðli þess holdfúna durts og óvins mannlegs
samneytis Tímons Aþenings sem lifði bara fyrir sjálfan sig, hef ég
(eftir bestu getu) tínt nokkur blóm og ávexti úr því ánægjulega safni
lesefnis míns til að veita til almenns gagns og auðnu, […].61
Þessi tilurðarsaga gæti skýrt það mikilvægi lestraránægjunnar sem „gleður
lúinn og langþreyttan huga“62 eins og hann segir í upphafi fyrsta bindis.
Þó hann haldi áfram og lýsi gagnsemi verksins endar hann á því að útlista
þá ánægju sem hafa megi af lestri: „[Nóvellur] endurskapa og endurhlaða
þreytta huga, örmagna vegna sárra erfiðleika eða langvarandi áhyggja,
sem leiðir til þess að þeir fordæma og forðast volæði, hugaróra og létt-
vægt hugarflug.“63 Lestur þeirra mun samkvæmt Painter einnig hrekja
þunglyndi á bug, endurnæra hugann við allar aðstæður og róa ástríðurnar.
Það skal tekið fram að lýsing Painters á því sem hvatti hann til að byrja
að þýða var ekki sú sama í báðum bindum verksins. Í fyrra bindinu seg-
ist hann hafa byrjað að þýða Livius til heiðurs velgjörðarmanni sínum
60 Maslen, Elizabethan Fiction, bls. 83–84. Verkið kom út þegar sviptingar voru hraðar
í konungserfðum Englands þar sem þjóðhöfðinginn var ýmist mótmælenda eða
kaþólskrar trúar sem skýrir að hluta til þessa útgáfusögu.
61 Painter, The Second Tome of the Palace of Pleasure, *3r.
62 Painter, The Palace of Pleasure, ¶¶2r.
63 Sama rit, ¶¶¶1r.
HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI