Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Qupperneq 68
67
Hinir [þ.e. Íslendingar] kristnir, hraustir, háir,
hetjulýðir menntafróðir;
þessir [þ.e. Grænlendingar] heiðnir, heimskir, smáir,
húsgangsfólk og skrælingsþjóðir.5
Skáldið dregur hér sannarlega skarpar línur á milli siðmenningar Íslendinga
og villimennsku Grænlendinga, auk þess sem kynþáttahyggjan leynir sér
ekki.
Þær skoðanir að margt væri líkt með Íslandi og Grænlandi og lífshættir
fólksins væru svipaðir voru nánast bannlýstar á Íslandi langt fram eftir
20. öld. En hér er sem sagt ætlunin að sýna fram á að þær skoðanir hafi
verið algengar á umræddu tímaskeiði, að mikil líkindi væru með þessum
löndum – að Benedikt Gröndal hafi haft rétt fyrir sér – þó að þau viðhorf
hafi einnig þekkst vel meðal þeirra sem fjölluðu um Ísland erlendis að þar
mætti finna siðmenntun, jafnvel á háu stigi. Það verður því einnig litið
til þeirra hugmynda í greininni og hvernig Benedikt Gröndal varð smám
saman að þeirri ósk sinni að fleiri höfundar færu að fjalla á jákvæðan hátt
um landið og sem hluta Evrópu. Samhliða fjarlægðust ytri ímyndir Íslands
og Grænlands.
Þegar ég fæst við þessar hugmyndir lít ég einkum til tvenns konar
aðferða. Annars vegar eru ímyndafræðin (imagology, image studies). Innan
þeirra fræða er kannað hvernig ímyndir um hópa og þjóðir verða til, birt-
ast og þróast og ekki síst hversu miklu samanburður skiptir í því sam-
hengi til þess að gera eiginleika og „eðli“ viðkomandi fólks skiljanlegt.
Póstkólóníal fræði skipta einnig miklu máli í þessu samhengi – fræðin
um landvinninga Evrópumanna, orðræðuna sem tengist yfirráðum þeirra
og viðbrögð nýlendufólks við þeim.6 Ég geri það vegna þess að ég tel að
Ísland og Grænland hafi oft verið kynnt á svipaðan hátt og svipaðar hug-
myndir hafi verið ráðandi og að því er varðar nýlendur Evrópumanna á
tímabilinu. Í þeim birtist sams konar tvíhyggja sem er svo áberandi í þeim
lýsingum; í raun nákvæmlega sama tvíhyggja og indverski fræðimaðurinn
Homi Bhabha fjallar um þegar hann greinir orðræðu nýlenduhyggjunnar.
Hann staðhæfir að það sé vissulega
5 Matthías Jochumsson, „Ísland og Grænland“, Suðri 2. árg. 12/1884, bls. 47.
6 Um þessi fræði hefur víða verið fjallað sem kunnugt er, sjá m.a. Bill Ashcroft,
Gareth Griffiths og Helen Tiffin, Post-Colonial Studies, London: Routledge, 2000,
bls. 186–188.
INNAN EÐA UTAN EVRÓPU?