Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 78

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 78
77 Göfugir villimenn eða venjulegt fólk, fyrirmyndareyjan Þegar þýski trúboðinn David Crantz fjallaði um Grænlendinga á ofan- verðri 18. öld lýsti hann því svo að lífshættir þeirra væru líklega svipaðir og tíðkast hefði hjá mannfólkinu fyrir syndaflóðið. Þeir væru óspilltir af öllu því sem hefði mengað líf fólks í siðmenntuðum löndum, „extra civitatem“. Crantz kvaðst því ætla að lífshættir Grænlendinga og siðferði ættu sér miklu fremur rætur í hvötum þeirra, svipað og hjá dýrum, en í skilningi og grundvallarreglum.42 Grænlendingar voru því staddir á eins konar frum- stigi mannlífsins, að mati Crantz, á milli dýra og manna. Þeir höfðu varð- veitt hið bernska og saklausa í lífsháttum sínum og gátu því orðið þeim fyrirmynd sem menningin hefði spillt. Crantz vildi varðveita hið bernska í fari Grænlendinga en siðmennta þá um leið og fjarlægja hið villta og siðlausa í fari þeirra. Það taldi hann fyllilega mögulegt, þeir væru mennsk- ir, ólíkt því sem margir aðrir höfundar héldu fram. Fleiri en Crantz tóku undir þessar skoðanir og veltu fyrir sér stöðu og lífsgildum Grænlendinga. Þeir spurðu sig að því hvort Grænlendingar lifðu kannski hamingjuríkara lífi en þeir sjálfir. Líf þessa fólks og viðurværi væri vissulega afar fábreytt en engu að síður væri það hamingjusamara en hinir óseðjanlegu Evrópumenn.43 Að mati sumra höfunda mátti því vel segja að Inúítar hefðu jafnvel margt fram yfir hina „siðmenntuðu“ og þurfti engan „Jean Jacques“ [Rousseau] til þess að sýna fram á yfirburði hinna fyrrnefndu.44 Írski Grænlandsfarinn Bernard O’Reilly taldi jafnvel að Grænlendingar hefðu sérstöðu meðal villimanna vegna þeirra kosta sem þeir væru búnir, andstætt t.d. hefnigjörnum og þjófóttum Afríkubúum. Í samræmi við þá skoðun var staðhæft að Grænlendingar væru heiðarlegir, gestrisnir, friðsamir og mildir í skapi.45 Þeir sýndu hver öðrum góðsemi og sinntu vel um börn sín.46 Þá deildu Grænlendingar afar sjaldan. Deilur sínar leystu þeir að mestu með því að kveðast á. Þeir lifðu því í friði og öryggi, án deilna og illyrða sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar.47 42 David Crantz, The History of Greenland, I, bls. 183–184, 187. 43 Bernard O’Reilly, Greenland, the Adjacent Seas, and the North-West Passage to the Pacific Ocean, Illustrated in a Voyage to Davis’s Strait, During the Summer of 1817, London: Baldwin, Cradock and Joy, 1818, bls. 52. 44 Robert Huis, The Last Voyage of Capt. Sir John Ross, bls. 286. 45 John Ross, Narrative of a Second Voyage, m.a. bls. 49, 300–301, 389. – Einnig Robert Huis, The Last Voyage of Capt. Sir John Ross, bls. 240. 46 David Crantz, The History of Greenland, I, m.a. bls. 162–163. 47 John Ross, Narrative of a Second Voyage, bls. 309, 411. INNAN EÐA UTAN EVRÓPU?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.