Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 79
78
Frumstæðir hættir Grænlendinga voru mjög til umfjöllunar en einn-
ig var rætt um hvort unnt væri að siðvæða þá og koma þeim áleiðis til
nútímans, í anda hugmynda upplýsingarmanna. David Crantz fullyrti t.d.
í þessu samhengi að Grænlendingar væru ekki eins „heimskir og villimenn
eru yfirleitt taldir vera … en þeir eru heldur ekki eins snjallir og sumir hafa
viljað vera láta. Þeir hafa því til að bera einfeldni án þess að vera heimskir
og góðan skilning án þess þó að geta talist skynsamir.“48
Grænlendingar höfðu því ýmsa hæfileika, þeir gátu vel lært ýmsar iðnir,
t.d. hefði Grænlendingur fengið það starf að raka Evrópumennina sagði
Crantz.49 Hann lýsti líka búnaði og verkfærum Grænlendinga sem væru
vissulega fábrotin en margt leystu þeir þó snilldarlega af hendi, t.d. smíði
báta sinna. Einnig væru þeir afbragðs sjómenn og væru yfirleitt vel á
sig komnir líkamlega.50 Ratvísi þeirra var einnig við brugðið og hversu
vel þeir áttuðu sig á aðstæðum.51 Í þessu samhengi skipti máli hvernig
Grænlendingum tókst að tileinka sér menningu Evrópumanna. David
Crantz gat þess t.d. að vel væri hægt að kenna grænlenskum börnum að
lesa og skrifa.52 John Ross komst að svipaðri niðurstöðu. Hann kvaðst
t.d. hafa undrast hversu vel grænlenskar konur gætu sungið og hversu
auðveldlega þær lærðu að syngja „jafnvel flókna þýska kirkjutónlist“. Af
fyrri kynnum hefði hann einmitt álitið að þetta fólk hefði ekki tónlistar-
hæfileika.53
Líka koma fyrir „játningar“ frá leiðangursmönnum þess efnis að þeir
gætu vissulega ekki hafa lifað af án aðstoðar heimamanna en í því fólst
viðurkenning á því að heimamenn væru aðkomumönnum fremri í að kom-
ast af, þrátt fyrir tæknilega yfirburði aðkomumannanna á vissum sviðum.54
Samskipti gátu því einkennst af gagnkvæmri virðingu og gestir og heima-
menn náðu stundum að kynnast venjum, siðum og neysluháttum hvors
annars, án þess að fordómar byrgðu þeim sýn.55 Sumir leiðangursmenn og
höfundar litu því svo á að Grænlendinga gætu siðmenntast og orðið eins
48 David Crantz, The History of Greenland, I, bls. 135.
49 Sama heimild, m.a. bls. 135.
50 Sama heimild, m.a. bls. 150–151. – Einnig John Ross, Narrative of a Second Voyage,
bls. 170–171.
51 John Ross, Narrative of a Second Voyage, bls. 182. – Robert Huis, The Last Voyage of
Capt. Sir John Ross, bls. 208.
52 David Crantz, The History of Greenland, I, bls. 135.
53 John Ross, Narrative of a Second Voyage, bls. 52.
54 Isaac Israel Hayes, An Arctic Boat-Journey in the Autumn of 1854, bls. 170.
55 Sama rit, m.a. bls. 121.
sumaRliði R. ísleifsson