Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 83
82
sem lifði á svipaðan hátt og fólk víða annars staðar í Vestur-Evrópu var
því vel kunn á ofanverðri 18. öld og á 19. öld, að þar byggi duglegt, heið-
arlegt og jafnvel vel menntað bændafólk sem lifði einföldu lífi og jafnvel
nútímalegu að vissu leyti.68
Önnur ímynd um Íslendinga átti þó eftir að verða miklu fyrirferðarmeiri
eftir því sem leið á 19. öld, hugmyndin um gullöldina og hina menntuðu
Íslendinga til forna, og hér skilur á milli ímynda Íslands og Grænlands.
Þessar hugmyndir eiga sér fornar rætur en þær fengu byr í seglin á ofan-
verðri 18. öld og á 19. öld.69 Þær birtust t.d. í bók enska höfundarins Johns
Williams, The Rise, Progress, and Present State of the Northern Governments
frá 1777. Þar fjallaði hann um frelsisást þessa fólks sem yfirgaf föðurlandið
í öndverðu og settist að í nýju landi. Sökum einangrunar þess hafði það
ekkert við að styðjast nema eigin hæfileika, óskir og frelsisþrá og mótaði á
grunni þess einstætt stjórnarform sitt. Þannig orðaði Williams mýtuna um
tilurð íslensks samfélags, það var að hans mati bein afleiðing af uppruna
landsmanna, eðli þeirra og aðstæðum.70
Þessi túlkun Williams er í góðu samræmi við þær jákvæðu hugmynd-
ir um norðrið sem öðluðust stöðugt meiri vinsældir á þessum tíma – að
norðrið væri framsækið, lýðræðislegt og kröftugt – og þjóðernishyggjuna
sem lagði undir sig Evrópu á 19. öld. Margir fleiri höfundar lýstu þjóðinni
á líkan hátt og þegar komið er fram um miðja 19. öld voru viðhorfin orðin
skýrari og mótaðri, og urðu brátt ráðandi. Þá var Íslendingum miðalda lýst
sem ættgöfugu yfirburðafólki sem hefði verið haldið ævintýraþrá, bardaga-
ástríðu og hafði ríkulega skáldgáfu, svo aðeins nokkrir þættir séu nefndir.71
Landið varð líka skjól bókmennta eins og enski sagnfræðingurinn William
Coxe benti á í bók sinni Travels into Poland, Russia, Sweden, and Denmark
frá 1784. Hann gat þess hversu undrandi hann hefði orðið þegar hann
taldi sig komast að því að eyja á heimsenda sem vart var talin byggileg
væri í raun eyja hinna menntuðu, staður þar sem fólk stundaði fræði og
68 Sama rit, bls. 68–69, 78–79, 90, 176–177.
69 Sjá Sumarliði R. Ísleifsson, Tvær eyjar á jaðrinum.
70 John Williams, The Rise, Progress, and Present State of the Northern Governments; viz.
the United Provinces, Denmark, Sweden, Russia, and Poland [etc.], London: T. Becket
[etc.], 1777, bls. 175.
71 Henry Wheaton, History of the Northmen, or Danes and Normans, from the Earliest
Times [etc.], London: John Murray, 1831, bls. 49, 54–55.
sumaRliði R. ísleifsson