Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 84
83
vísindi.72 Margir fleiri höfundar tíunduðu færni Íslendinga á þessu sviði og
hikuðu ekki við að bera fornrit Íslendinga saman við það sem best þótti á
þessum tíma, forn rit Grikkja og Rómverja.73 Snorri Sturluson fékk nafn-
bótina Heródótos norðursins.74
Þessar hugmyndir birtust skýrt í bók bandaríska ferðalangsins Pliny
Miles, Norðurfari, or Rambles in Iceland frá 1854. Þegar Miles kom til
Íslands árið 1852 var landið orðið þekkt sem sögueyjan og í ferðabókum
og yfirlitsritum um miðja 19. öld var orðinn fastur liður að rekja meg-
indrætti menningar og samfélagshátta þjóðveldisins í anda þessara hug-
mynda. Ekki væri vafi á að bókmenntaarfur Íslendinga væri á margan hátt
sambærilegur við það besta sem unnt væri að finna. Fyrir utan blómstr-
andi menningu varpaði fundur íslenskra sæfara á Ameríku langt á undan
Kólumbusi einnig skýru ljósi á hversu stórkostlegt íslenska miðaldasamfé-
lagið hefði verið.75 Eftir að það varð ljóst hefðu lærðir menn, sem fram til
þessa hefðu sýnt Íslandi sáralítinn áhuga, skipt um skoðun og lagt sig fram
um að kynna sér „heildarsögu þessa kraftmikla og gáfaða kynstofns“ sem
enn talaði hið forna tungumál sitt nánast óbreytt en það virtist um margt
skylt ensku.76 – Orðræðu af þessu tagi má vel kalla víkingaorðræðu og hún
varð mikilsráðandi um Ísland – og Norðurlönd – þegar leið á 19. öld.77
Miles fjallar líka um Ísland samtímans og lýsir Íslendingum sem menn-
ingarlega sinnuðu, vel menntuðu, trúræknu og frelsisunnandi fólki. Þannig
72 William Coxe, Travels into Poland, Russia, Sweden, and Denmark. Interspersed with
Historical Relations and Political Inquiries, 3. b., Dublin: S. Price [etc.], 1784, bls. 377
og 380.
73 Uno von Troil, Letters on Iceland: Containing Observations on Civil, Literary, Ecc-
lesiastical, and Natural History; Antiquities, Volcanos, Basaltes, Hot Springs; Customs,
Dress, Manners of the Inhabitants &c. &c. [etc.], London: W. Richardson in the
Strand [etc.], 1780, bls. 163–164. – John Trusler, The Habitable World Described, bls.
142. – Philipp Christian Wernher, Handbuch der neuesten Erd- und Völkerkunde, bls.
449. Þar segir m.a.: „In den mittlern Zeiten legten sich die Isländer so stark auf die
Wissenschaften, daß man seit dem J. 1130 viele berühmte Geschichtschreiber, und
feurige Dichter unter ihnen zählet.“ – Henry Wheaton, History of the Northmen,
bls. 54–55.
74 The European Delineator, bls. 137.
75 Pliny Miles, Norðurfari: Or, Rambles in Iceland, bls. 42, 50, 52, 81, 292, 296.
76 Sama rit, bls. 270, 272, 275.
77 Heidi Hansson, „Between Nostalgia and Modernity: Competing Discourses in
Travel Writing about the Nordic North“, Iceland and Images of the North, ritstj.
Sumarliði R. Ísleifsson og Daniel Chartier, Montreal og Reykjavík: Presses de
l’Université de Québec og ReykjavíkurAkademían, 2011, bls. 255–282, hér bls.
259 og víðar.
INNAN EÐA UTAN EVRÓPU?