Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 87

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 87
86 og góða villimann. Samkvæmt henni líktust Íslendingar helst öðru fólki á jöðrum Evrópu í háttum sínum, t.d. Sömum. Þessi umræða fór líka í þær skorður að Íslendingar væru á öðru stigi en hin nútímalega Evrópa og þar mætti því sjá hvernig lífið hefði forðum verið í Evrópu; Ísland varð því einnig skjól þeirra sem óttuðust afleiðingar nútímavæðingar á 19. öld og töldu að þar í landi væru varðveitt margvísleg gildi sem nútíminn hefði glatað. Andnútímahyggjumenn (anti-modernists) eins og Pliny Miles dáð- ust því að Íslandi og óttuðust siðspillandi áhrif umheimsins. Viðhorf til Grænlands á tímabilinu 1750–1850 breyttust minna en viðhorf til Íslands. Sem fyrr sýndu ímyndir landsins Grænlendinga bæði sem skelfilega villimenn og göfuga villimenn. Sem göfugir villimenn voru Grænlendingar barnslegir, nánast eins og heimilisdýr og aðallega á valdi kennda sinna. Sem siðlausir villimenn voru þeir eins og villidýr og líkir íbúum Afríku, dökkir ásýndum og smávaxnir pygmear, daunillir, sóða- legir, þjófóttir, heimskir og siðlausir í kynferðismálum. Einhvers konar blanda af þessu tvennu var einnig algeng, ef til vill algengust. Einnig mátti þó sjá frásagnir um Grænland þar sem Inúítar nutu viðurkenningar og virðingar fyrir snilld sína í að ferðast og veiða. Jafnvel voru til lýsingar á Grænlendingum sem fulltrúum hins frjálsa, kraftmikla og hreinláta norð- urs þó að fólkið væri vissulega einnig talið frumstætt. Almennt má segja að dystópískar lýsingar hafi smám saman orðið fágætari um Grænland en verið hafði en útópískar lýsingar algengari. Báðar þessar myndir orðræð- unnar lifðu þó hlið við hlið á tímabilinu. Orðræða kynþáttahyggjunnar mótaði mjög orðræðuna um Grænland, íbúarnir þar voru taldir „dökkir“, þó kannski ekki eins dökkir og Afríku- menn; kynþáttahyggjan upphóf Ísland á hinn bóginn. Hún hafði því gagn- stæða verkan á þessi lönd, á vissan hátt varð Ísland miðlægt fyrir áhrif kynþáttahyggju og þjóðernishyggju en Grænland varð áfram fjarlægt jað- arsvæði, ef til vill enn fjarlægara, svo að þarna skildi á milli. Það ferli sem hér hefur verið fjallað um einkennist af efasemdum eða tvíbentri afstöðu (ambivalence), efasemdum um hvers konar samfélög væru í þessum löndum. Voru Íslendingar villimenn eða siðmenntaðir, voru þeir Eskimóar eða Hellenar? Efinn birtist einnig skýrt í umfjöllunum um íbúa Grænlands, voru þeir villidýr eða villimenn? Efinn er sameiginlegur en viðmiðin ekki þau sömu; ekki var mikill vafi á að Íslendingar væru menn en það lék vafi á því hvort siðmenningin hefði náð til þeirra. Sumir töldu að svo væri, aðrir ekki. Á þessu tímabili lék hins vegar enn vafi á því meðal sumaRliði R. ísleifsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.