Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 92

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 92
91 órómantísk í augum Fannyar, því hún leggur áherslu á mikilvægi peninga og samfélagsstöðu þegar hugað sé að hjónabandi: „Besta uppskriftin að hamingjunni sem ég veit um eru miklar tekjur,“ segir hin íróníska Austen.3 Myndin varpar fram þeirri spurningu hvort vegi þyngra peningar eða ást. En að öllu þessu sögðu lýkur Austen bréfinu til frænku sinnar með því að leggja áherslu á að Fanny verði að vera hrifin af honum: „Allt er ákjósan- legra og bærilegra en að giftast án tilfinninga.“4 Það er þetta sjónarmið sem verður ofan á í sjónvarpsmyndinni Miss Austen Regrets. Tilfinningaveran Austen skyggir á þá hlið skáldkonunnar sem kýs að láta skynsemina ráða, því að lýsingum hennar á kostum Plumptres er nokkurn veginn alveg ýtt til hliðar í handritinu. Hún segir: „Ekkert jafnast á við þá kvöl að vera bundinn öðrum án ástar. Bundin einum en kjósa fremur annan.“5 Fanny giftist ekki herra Plumptre og þremur árum eftir dauða Austen gekk hún í hjónaband með Edward Knatchbull sem átti fyrir sex börn og saman bættu þau við níu til viðbótar.6 Sjá má að Fanny leitar til frænku sinnar sem ráðgjafa í málefnum ástar- innar líkt og nútímakonan gerir sem les bækur hennar en algengt er að skáldsögur Austen séu lesnar líkt og um sjálfshjálparbækur sé að ræða. Lesandinn leitar að svörum varðandi ástamál sín og virðist öðlast betri sjálfsþekkingu og lífsfyllingu með lestrinum. Kvenhetjur Austen hafa með tímanum orðið mikilvægar fyrirmyndir en þær eiga það sameiginlegt að hafa valið rétta manninn og hafnað þeim ranga eða spillta. Sögur Jane Austen eru sífellt meira lesnar sem dæmisögur um hvernig karlmenn konur eigi að forðast og hvað einkenni góða karla. Á undanförnum árum hefur komið út fjöldi rita sem fjalla um tilhugalíf og almenna mannasiði í samtíð og fortíð, þar sem Austen leiðir lesandann í öll sannindi um vandann sem tengist því að leita ástarinnar og lifa í siðuðu samfélagi.7 3 Miss Austen Regrets: „The best recipe I know for happiness is a large income.“ 4 Jane Austen, „To Fanny Knight“, 18.–20. nóvember 1814, bls. 280. 5 Miss Austen Regrets: „Nothing compares with the misery of being bound without love. Bound to one and preferring another.“ 6 Deirdre Le Faye, Jane Austen. A Family Record, Cambridge: Cambridge University Press, 2004 [1989], bls. 265. 7 Hér má nefna bækur Henriettu Webb, Jane Austen’s Guide to Good Manners. Compliments, Charades and Horrible Blunders (London: Bloomsbury Publishing, 2006); Rebecca Smith, Jane Austen’s Guide to Modern Life’s Dilemmas (Lewes, East Sussex: Ivy Press, 2012); Margaret C. Sullivan, The Jane Austen Handbook. Proper Life Skills from Regency England (Philadelphia, PA: Quirk Books, 2007); og Sinead Murphy, The Jane Austen Rules: A Classic Guide to Modern Love (London: Melville House, 2014). VISKA JANE AUSTEN OG FERÐ LESANDANS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.