Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 93

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 93
92 „Hvers vegna elska konur Jane Austen svona mikið?“ spyr Elizabeth Kantor í bók sinni The Jane Austen Guide to Happily Ever After. Kantor vill meina að það sé ekki rétt að við sækjum í Austen út af blautri skyrtu Colins Firth í hlutverki Darcys í sjónvarpsþáttaröðinni Hroki og hleypidómar (1995) eða vegna þess hversu nútímalegar bækur hennar eru. Við sækjum ekki heldur í Austen vegna þess að við sjáum okkur í persónum hennar. Kantor vill meina að kvenlesendur vilji vera eins og kvenhetjur Austen og takast á við lífið af þeirri fágun og styrk sem þær gera.8 Með því að lesa Jane Austen sjáum við hvar við höfum farið út af sporinu. Nútímakonan hefur meiri réttindi, en er ósátt við sjálfa sig og skortir sjálfsþekkingu. Kantor segir að kvenhetjur Austen virðist vita hvað þær vilja. Þær hafi andlega yfirburði og þekki að einhverju leyti sálarlíf karlmanna. Leitin að ástinni reynist nútímakonum sífellt erfiðari, sársaukafyllri og tilgangslausari.9 Kvenhetjur Jane Austen upplifi ekki karlmenn sem vonlaust púsluspil. Þær virðist vita hvernig ástin og hjónabandið fari saman og falli fyrir rétta manninum, á rétta tímanum og á rétta veginn. Sögur Jane Austen sýni okkur að það sé hægt að sætta þessar ólíku kröfur til konunnar í samtímanum. Og Austen er betur til þess fallin að hjálpa okkur að skilja hvað við raunverulega viljum heldur en nútímaraddirnar sem bergmáli innra með okkur.10 Þannig má sjá að Austen er ekki bara ráðgjafi í málefnum hjartans. Hún er einnig vinur á erfiðum tímum í lífi kvenna sem sækja í skáldsög ur hennar þegar þeim líður illa eða eru að ganga í gegnum erfiðleika. Í nýlegri bók sinni Among the Janeites. A Journey through the World of Jane Austen Fandom reynir Deborah yaffe að skilja betur þau ólíku hlutverk sem skáld- konan gegnir í lífi lesenda sinna. Hún tekur Christine Shih sem dæmi, fertuga konu sem ólst upp í fátækt og var sem barn vannærð andlega og líkamlega. Shih lýsir því hvernig sögur Austen komu henni heilli í gegnum unglingsárin þegar hún gat ekki stutt sig við neinar fyrirmyndir: „Rödd hennar leiddi mig áfram þegar ég hafði enga rödd til að leiðbeina mér. Þetta var rödd persónu með sterka sjálfsmynd, hún skildi sjálfa sig, stóð með sjálfri sér og verndaði sjálfa sig. Ég tók röddina upp og gerði að minni eigin.“11 Í orðum Shih má greina annað mikilsvert hlutverk sem Austen 8 Elizabeth Kantor, The Jane Austen Guide to Happily Ever After, Washington, DC: Regnery Publishing, Inc., 2012, bls. ix. 9 Sama heimild, bls. xv. 10 Sama heimild, bls. xxi. 11 Deborah yaffe, Among the Janeites. A Journey through the World of Jane Austen Fandom, Boston og New york: Hougthon Mifflin Harcourt, 2013, bls. 142. ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.