Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 97

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 97
96 þ.e. að leiða saman alla þá sem ekki vilja njóta verka Austen í einrúmi. Í sumum tilvikum eins og á vefsíðu Maria Grazia My Jane Austen Book Club er áherslan lögð á viðteknar samtímahugmyndir um skáldkonuna eins og vefbendillinn „hinnleyndiskilningurhjartans.blog.com“ gefur skýrt til kynna.22 Í öðrum tilvikum, eins og í Dark Jane Austen Book Club, er reynt að höfða til lesenda sem kjósa að lesa þvert á hefðina og sjá í Austen meiri uppreisn og myrkari myndir en almennari túlkunaraðferðir gera ráð fyrir, í anda þeirra fjölmörgu hrollvekja sem komið hafa út á síðustu árum og spunnar eru upp úr skáldsögum Austen eða með skapandi hætti út frá höf- undarímynd hennar.23 Það kemur líklega ekki á óvart að samkundur sem þessar hafi sprottið upp í kringum vefsvæði helguð Austen, netið býður upp á meiri virkni en hefðbundnir prent- og myndmiðlar. En hvað um allar þær bækur sem skrifaðar hafa verið um skáldkonuna, eða eru byggðar á verkum hennar? Á hvaða hátt má þar greina þörfina fyrir að deila með öðrum persónulegri lestrarreynslu af Austen? Í bók sinni Book Clubs: Women and the Uses of Reading in Everyday Life minnir Elizabeth Long á að lestur sé samfélags- leg athöfn ólíkt því sem gjarnan er talið. Myndin af hinum einangraða lesanda hefur um langa hríð stýrt skilningi okkar á lestri eins og sjá má snemma í kristilegri list og hefur verið mótandi sýn allt fram á nítjándu öld. Lesandinn hefur líkt og rithöfundurinn lokað sig af frá heiminum og forðast mannleg samskipti. Að sama skapi er fræðimaðurinn sem stýrist af þessum lestrarhugmyndum einangraður og ekki í sambandi við umhverfi sitt. Þessar ímyndir ganga gegn lestri sem félagslegri athöfn24 og birtast hvað skýrast í samhengi þessarar ritgerðar í gagnrýnum kenningum ýmissa annarrar kynslóðar femínista um hinn einangraða og firrta lesanda ást- arsagna og í hugmyndinni um siðbótarlestur sjálfshjálparritsins, en það er 22 Sjá Maria Grazia, My Jane Austen Book Club: http://thesecretunderstandingofthe- hearts.blogspot.com/ [sótt 27. júlí 2013]. 23 Umsjónarmenn Dark Jane Austen Book Club eru Sarah Jessica og Veronica Monique. Á leslista vefsvæðisins má sjá að meðal bóka sem lesnar hafa verið eru: Pulse and Prejudice eftir Colette Saucier, The Disappearance of Georgiana Darcy eftir Regina Jeffers, Emma and the Vampires sem skrifuð var af Jane Austen og Wayne Josephson, Pride and Platypus: Darcy’s Dreadful Secret eftir Jane Austen og Vera Nazarian, og bókin sem hratt hryllingsæðinu af stað, Pride and Prejudice and Zombies eftir Jane Austen og Seth Grahame-Smith. Sjá: http://www.darkjaneaustenbookclub.com/ reading-list [sótt 27. júlí 2013]. 24 Elizabeth Long, Book Clubs: Women and the Uses of Reading in Everyday Life, Chicago og London: The University of Chicago Press, 2003, bls. 2. ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.