Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 103
102
um í lífi fólks og öðlist mikilvægt innsæi í líf annarra í félagsskapnum, jafnt
í gegnum kynnin og með lestri góðra bóka. Slíkir hringir bjóði konum upp
á stuðning og möguleika til þess að rannsaka sjálfsmynd sína um lengri eða
skemmri tíma. Að þessu leyti geti þeir leikið meðferðarhlutverk eða stuðl-
að að jákvæðum viðhorfsbreytingum.40
Í Jane Austen leshringnum koma eins og áður sagði saman fimm konur
og einn karl og lesa allar sögur Austen á sex mánuðum. Þau þekkjast ekki
öll fyrir en sterk vináttubönd og samstaða myndast milli sumra félaga
hringsins á þessum tíma. Hlutverk „Austen“ er að hafa jákvæð áhrif á líf
einstaklinganna og í upphafi hjálpar hún þeim að dreifa huganum á erf-
iðum stundum. Jocelyn ákveður að stofna leshringinn þegar eiginmaður
Sylvíu, bestu vinkonu hennar, hefur farið frá henni eftir 32 ára hjónaband:
„Kannski var Sylvía aðalástæðan fyrir leshringnum, að Jocelyn vildi bara
hafa ofan af fyrir henni á erfiðu tímabili. […] Var það ekki Kipling sem
sagði: „Ekkert jafnast á við Jane þegar maður er í klípu“?“41
Lesturinn á að þjóna ákveðnu meðferðarhlutverki fyrir Sylvíu, honum
er ætlað að lækna hjartasárin vegna skilnaðarins. Jocelyn vill sýna henni
stuðning með því að skapa í kringum hana sterkt félagslegt net en valið
á sögunum skiptir einnig máli. Eins og áður hefur komið fram er algengt
að fólk lesi sögur Austen í því skyni að bæta sig, læra betur á sjálft sig og
tilfinningar sínar og til þess að því líði betur. Leshringurinn á þannig að
gegna ákveðnu sjálfshjálparhlutverki, lesturinn á sögu Austen á að lækna,
félagarnir í hringnum eiga að sýna stuðning, treysta vináttubönd sín og
andlegt heilbrigði í lestri á uppbyggjandi sögum sem enda vel.
Þessi hugmynd um leshringinn á talsverðu fylgi að fagna á Vesturlöndum.
Opinberir bókaklúbbar í Bandaríkjunum líkt og bókaklúbbur bandarísku
sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey gegna slíku hlutverki. Þar eru lesend-
ur hvattir til að lesa líf sitt í samhengi við persónurnar úr skáldskapnum
sem valinn er hverju sinni. Eins og Juliette Wells bendir á í bók sinni
Everybody’s Jane: Austen in the Popular Imagination hefur Oprah áhuga á
umbreytingu lesandans við lesturinn og skoðar lestrarferlið sem lækningu
eða meðferð. Með þessum hætti verða skáldsögur að mikilvægu sjálfshjálp-
artæki.42
40 Elizabeth Long, Book Clubs: Women and the Uses of Reading in Everyday Life, bls.
72.
41 Karen Joy Fowler, Jane Austen leshringurinn, bls. 10.
42 Juliette Wells, Everybody’s Jane: Austen in the Popular Imagination, New york: Con-
tinuum, 2011, bls. 22.
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR