Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 109
108
föla húð og há kinnbein. Afar lítinn munn og varir sem hurfu næstum
þegar hún brosti eins og Cheshire-kötturinn, nema öfugt.“62 Þegar Prudie
var unglingur var hún „ekki falleg og hún var ekki vinsæl“.63 Faðir henn-
ar er hvergi nærri og hún sér hálfpartinn um sig sjálf. Mamma hennar
var „undarlega þreytt. Alltaf“,64 eins og fósturmóðir Fannyar Price, lafði
Betram sem er iðulega „hálfsofandi“.65 Mamma Prudie er ekki í neinum
tengslum við raunveruleikann og býr til sögur af atburðum sem gerðust
aldrei, meðal annars til að þagga niður í kröfum dóttur sinnar. Hún heldur
ekki upp á afmælið hennar þótt hún hafi lofað því en býr í staðinn til sögur
af ímynduðu afmælisboði og ímynduðum gjöfum: „Prudie hafði klæðst
einhyrningspilsinu sínu og blásið á öll kertin. Hún var svo góður gestgjafi,
svo ótrúlega óvenjulegt barn að hún opnaði allar gjafirnar og krafðist þess
svo að gestirnar tækju þær aftur […]. Næstu daga skreytti hún söguna.“66
Slíkar spunasögur voru algengar í æsku Prudie. Þannig er hún van-
rækt og fórnarlamb andlegs ofbeldis sem minnir um margt á framkomu
frú Norris við Fanny. Báðar eru þær utangarðs og alast upp án ástar og
umhyggju. Líkt og Prudie segir sjálf við mömmu sína eftir sögu af pönnu-
kökum og jólasveini: „Ég er fátækur munaðarleysingi. Það fer enginn með
mig að hitta jólasveininn.“67 Bernadette segir um Prudie „að sjaldan á sinni
löngu ævi hefði hún hitt svona hrædda unga konu.“68 Móðir Prudie lendir
í slysi og lætur lífið þegar Prudie er að undirbúa boðið fyrir leshringinn.
Hún er þó ekki ein því hún á góðan mann, Dean, sem er traustur og „með
báða fæturna á jörðinni“. Hann hugsar vel um hana líkt og Edmund henn-
ar Fannyar: „Hann var gjafmildur, vingjarnlegur, afslappaður, vinnuglaður
og myndarlegur“. Hann var áreiðanlegur og „kom til dyranna eins og hann
var klæddur“.69 Líkt og með Fanny rætist vel úr Prudie þótt æska hennar
hafi verið erfið og einmanaleg, því báðar eignast trausta og umhyggjusama
eiginmenn.
62 Karen Joy Fowler, Jane Austen leshringurinn, bls. 12.
63 Sama heimild, bls. 81.
64 Sama heimild, bls. 87.
65 Sbr. Jane Austen, Mansfield Park, London: Penguin Books, 1996, bls. 60: „half
asleep“.
66 Karen Joy Fowler, Jane Austen leshringurinn, bls. 87–88.
67 Sama heimild, bls. 90.
68 Sama heimild, bls. 141.
69 Sama heimild, bls. 92–94.
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR