Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 110

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 110
109 Ferð lesandans sem þroskasaga með kvenlegar áherslur Jane Austen leshringurinn styrkir vináttubönd, leiðir saman elskendur og hjálpar persónunum að taka nýjar ákvarðanir og þær virðast jafnvel fyrirgefa það sem gert hefur verið á hlut þeirra. Þannig stuðlar hann að breytingum á högum þeirra, en eftir fundina eru þær áræðnari í að taka þau skref sem þær myndu kannski annars ekki hafa tekið. Elizabeth Long hefur lagt sérstaka áherslu á leshringi kvenna í rann- sóknum sínum. Hún segir að konur þurfi að skipuleggja sig vel til þess að eiga tíma fyrir sjálfar sig. Þótt þær hafi minni frítíma en karlar sæki þær frekar í samræður um lífsgildin. Leshringir þjóni því mikilvægu hlutverki fyrir nútímakonuna í uppbyggingu á persónulegri og félagslegri sjálfsmynd hennar.70 Að mati Long vekja bókaklúbbar kvenna djúpstæða samkennd- artilfinningu með þeim, þær verða hluti af samfélagi kvenna og öðlast með því annað sjálfsmat og tilfinningu fyrir samstöðu. Á sama tíma móta þær með sér gagnrýni á óbreytt ástand. Þessir klúbbar gefa konunum því ekki aðeins tækifæri á því að þróa með sér kunnáttu í bókmenntum heldur bindast þær sterkum böndum og fá tilfinningu fyrir systralagi, krafti og möguleikum kvenna.71 Um margt minnir greining Long á leshringjum kvenna á umfjöllun Ruth E. Ray og Susan H. McFadden um þroskasögur með kvenlegar áherslur. Þær skilja sig frá þroskasögum karla sem lýsa línulegu þróunar- ferli. Kvenlegu sögurnar eru brotakenndari en karllægu sögurnar og fjalla fremur um samskipti og samstöðu en aðskilnað og hið einstaklingsbundna. Í þessum skilningi heldur hópurinn í Jane Austen leshringnum í ferð sem um margt er sambærileg við vef- eða bútasaumsmyndlíkingu þá er Ruth E. Ray og Susan H. McFadden boða í grein sinni „The Web and the Quilt: Alternatives to the Heroic Journey Towards Spiritual Development“.72 Eins og titillinn ber með sér kjósa þær að nota annars konar myndlík- ingar til að fanga með sem skýrustum hætti þroskasögu kvenna. Að þeirra mati eru vefur og bútasaumur mun hentugri lýsingar á spuna- og brota- kenndri upplifun kvenna, en sú einangrandi einstaklingshyggja sem hand- 70 Elizabeth Long, Book Clubs: Women and the Uses of Reading in Everyday Life, bls. 64. 71 Sama heimild, bls. 47. 72 Ruth E. Ray og Susan H. McFadden, „The Web and the Quilt: Alternatives to the Heroic Journey Towards Spiritual Development“, Journal of Adult Development 4/2001, bls. 201–211, bls. 202. VISKA JANE AUSTEN OG FERÐ LESANDANS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.