Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 114
113
Í Jane Austen leshringnum má sjá þá tilhneigingu að lesa bækur skáld-
konunnar eins og um sjálfshjálparrit sé að ræða. Hver lesandi leshrings-
ins er ólíkur og les bækur hennar á sínum forsendum, gleraugun sem
hann setur upp eru mótuð af lífsreynslu hans og skilningi á sjálfum sér.
Sjálfsmiðaður lesturinn hefur umbreytingu í för með sér, þau áhrif að les-
andinn er reiðubúinn til að opna huga sinn fyrir breytingum og hleypa
nýju fólki inn í líf sitt. Lesendurnir í skáldsögu Fowler sjá sjálfa sig í sögum
Austen og velja sér þá bók sem hentar þeim best að spegla sig í. Um leið er
lesturinn félagsleg athöfn þar sem hópurinn sýnir samstöðu og tekur þátt í
umræðum sem leiða til vináttu.
Á sama tíma verða félagarnir djarfari í því að taka ákvarðanir sem breyta
högum þeirra, burtséð frá því hvort ákvarðanirnar leiði til frekari farsæld-
ar, enda eru þær gjarnan mótaðar meira af löngunum en skynsamlegum
ályktunum. Persónur leshringsins draga fram Austen kúluna til þess að fá
svör við mikilvægum spurningum er varða framtíð þeirra. Ef þeim líkar
ekki svarið laumast þær til þess að halla kúlunni svo að hún gefi þeim svar
sem þeim líkar betur við: „Sylvia dró fram „Spyrðu Austen“ kúluna, ekki
til að spyrja spurningar heldur bara til að gefa réttu manneskjunni síðasta
orðið. Suður eða norður, ég þekki óveðursský þegar ég sé það. Nema að Jane
Austen hefði ekki viljað að þetta endaði þannig.“88
Á G R I P
Viska Jane Austen og ferð lesandans.
Leshringir og sjálfshjálparmenning
Á undanförnum árum hefur komið út fjöldi bóka þar sem leitast er við að varpa
ljósi á Jane Austen sem lífsgúru og leiðbeinanda. Áhrifum Austen á lesandann er
miðlað í skáldskap og ritum almenns eðlis og í jafn ólíkum greinum og vegasögum,
sjálfshjálparritum og trúarbókmenntum. Allar frásagnirnar eiga það sameiginlegt
að birta lýsingu á lesanda sem leitar að tilgangi, þar sem stóra viðmiðið er líf í Jane.
Skáldsögur Jane Austen hafa þannig verið færðar yfir á svið sjálfshjálparmenningar
bæði bókstaflega og líka sem lestrarleið.
Að sama skapi eru leshringir oft hugsaðir sem sjálfsmótunartæki, þar sem hópur
einstaklinga kemur saman í þeim tilgangi að bæta líf sitt, þroskast og öðlast sjálfs-
skilning. Í þessari grein verður kenningum um leshringi kvenna beitt á sameining-
88 Sama heimild, bls. 221–222.
VISKA JANE AUSTEN OG FERÐ LESANDANS