Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 120
119
var með háskólagráður frá Kaupmannahöfn og Þýskalandi og átti stóran
þátt í uppbyggingu íslensks háskólasamfélags, hafi nokkuð „gefið sig við
bókmentalegri gagnrýning („kritik“)“ þar sem beri mjög á þeim eiginleik-
um hans að vera „starfsmaður mikill, athugull og nákvæmur“. Fylli hann
þar „skarð, sem lengi h[afi] verið tilfinnanlega autt hjer á landi“.13 Jón
Helgason, sem lauk doktorsprófi við Háskóla Íslands árið 1926 en stund-
aði eftir það fræðastörf í Noregi og Danmörku, setti einnig „fordæmi
þar sem vönduð vinnubrögð og nákvæmni í meðferð heimilda sátu í fyr-
irrúmi“.14
Skrif um bókmenntir einkennast þó ekki síður af áherslu á að vekja
áhuga hins almenna lesanda á vísindalegum málefnum, en þá viðleitni má
merkja frá upphafi fjölmiðlunar á Íslandi. Slík uppfræðsla þjónaði m.a.
þjóðernislegum markmiðum; þannig átti að efla íslenskt þjóðfélag. Þar
sem fjölmiðlarnir voru upphaflega tæki efri stétta til að ná til neðri stétta
og mennta þær var talið mikilvægt að stíllinn væri ekki of háfleygur. „Tala
skal í einföldu máli við einfalda menn“ segir Sókrates í Fædrosi Platons,15 en
samkvæmt lýsingu Hannesar Finnssonar í formála Kvöldvaknanna 1794 er
alþýðlegur stíll „viðhafnarlaus, óflókinn og altélegur; en hreinn, auðveldur
og þægilegur“. Hannes áréttar að auðskilinn stíll sé hvorki auðvirðilegur
né merki um vankunnáttu. „Gömul úrelt orð og framandi túngna ósmekks-
keim í orðum og talsháttum“ vill hann forðast en samt ekki „kasta stýlsins
sómasemi þar fyrir burt“.16 Þeir sem skrifuðu í fyrstu, íslensku tímaritin á
síðustu áratugum 18. aldar virðast almennt hafa haft slíkar áherslur í huga.
Í formála Skemmtilegrar vinagleði árið 1797 segist Magnús Stephensen
leitast við að hafa stílinn auðskilinn en þó í samræmi við viðurkenndar
reglur um málnotkun. Hann vilji rata meðalveg á milli „heimskulegs en
almenns grautarblands af mørgum túngum með íslendskum mál-leysum,
13 Jakob Jóh. Smári, „Dr. phil. Alexander Jóhannesson“, Óðinn, maí 1918, bls. 12.
14 Gunnlaugur Ingólfsson, „Hver var Jón Helgason og hvert var framlag hans til ís-
lenskra fræða?“, Vísindavefurinn, 21. júní 2011, sótt 11. nóvember 2011 af http://
visindavefur.hi.is/svar.php?id=59991. Um fræðastörf Jóns Helgasonar, sjá: Stefán
Karlsson, Jón Helgason prófessor 1899–1986“, Tímarit Máls og menningar, 1/1986,
3–13.
15 Árni Sigurjónsson, Bókmenntakenningar fyrri alda, Reykjavík: Heimskringla: Há-
skólaforlag Máls og menningar, 1991, bls. 28. Sjá einnig Platon, „Phaedrus“, þýð.
R. Hackforth, The Collected Dialogues of Plato Including the Letters, ritstj. Edith
Hamilton og Huntington Cairns, Princeton: Princeton University Press, 1961,
bls. 475–525, hér bls. 523.
16 Hannes Finnsson, „Til Lesenda og Heyrenda Bókarinnar“, Qvøldvøkurnar 1794 I,
Leirárgörðum, 1796, bls. vii–xxvii, hér bls. xvi og xii.
Á SLÓÐUM HJARTALAUSRA FRÆÐINGA