Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 123
122
indaleg markmið ríkjandi þjóðernislegum áherslum og miðla útkomunni
til fjöldans.
Krafan um alþýðlega, íslenska vísindaumræðu varð þrástef í um-
ræðu um vísindi næstu áratugi. Í ritdómi Hermanns Einarssonar um
Norðurlandssíldina eftir Árna Friðriksson árið 1945 kemur til dæmis fram
að vísindaumræða á íslensku ætti að laga sig að alþýðlegum viðmiðum:
Höfundinum hefur að vísu tekizt að skýra frá flóknum rannsóknum
á alþýðlegan hátt, en eins og í bókinni segir, ætlast hann fyrst og
fremst til þess, „að ritgerð þessi geti komið að margvíslegum notum
öllum þeim, sem fást við síldarrannsóknir hér við land á komandi
árum“ (bls. 275). Ég hefði heldur kosið, að höfundur hefði snúið
sér til þessara manna á alþjóðamáli og gefið þeim í hendur gögn öll
og skilríki, en snúið sér til íslenzkrar alþýðu í styttra máli með fáum
tölum og mörgum myndum.26
Árið 1957 telur Andrés Björnsson það jafnframt ágætasta kost bókarinnar
Kuml og haugfé að hún sé „þrátt fyrir vísindalegt handbragð aðgengileg
hverjum meðalgreindum alþýðumanni, sem á annað borð hefur áhuga
á sögu lands síns og arfleifð [...]“.27 Og árið 1988 segir Peter Hallberg
að fræðirit eftir Halldór Guðmundsson sé „byggt á traustum vísindaleg-
um grundvelli og ber[i] vott um víðtæka þekkingu á menningu þess tíma
sem um er að ræða“ en lofar það jafnframt að framsetningin sé „ljós og
skemmtileg aflestrar, blessunarlega laus við uppblásin fræðiorðakerfi“.28
Hjá mörgum má sjá tilhneigingu til þess að laga akademískan stíl að
léttari blaðagreinastíl, m.a. með góðu flæði í textanum og með því að draga
saman meginatriði á sem skeleggastan hátt. Dæmi um það hversu tyrfinn
akademískur stíll getur orðið er fræðileg grein um Hannes Hafstein sem
Alexander Jóhannesson skrifaði árið 1917 þar sem hann leggst í svo svaka-
lega upptalningu á dæmum máli sínu til stuðnings að textinn verður hreint
26 Hermann Einarsson, „Ný kenning um göngur síldarinnar“, ritdómur um Norður-
landssíldina eftir Árna Friðriksson Tímarit Máls og menningar, 1/1945, bls. 71–77,
hér bls. 77.
27 Andrés Björnsson, „Tveir ritdómar“, ritdómur um Kuml og haugfé úr heiðnum sið á
Íslandi eftir Kristján Eldjárn, Félagsbréf, 5/1957, bls. 109–119, hér bls. 111.
28 Peter Hallberg, „Um Vefarann“, ritdómur um „Loksins, loksins“: Vefarinn mikli og
upphaf íslenskra nútímabókmennta eftir Halldór Guðmundsson, Tímarit Máls og
menningar, 3/1988, bls. 370–375, hér bls. 372.
AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR