Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 124
123
ekki árennilegur og alls enginn yndislestur.29 Fimm árum síðar skrifar
Alexander hins vegar jafn fræðilega en mun aðgengilegri og auðlesnari
fræðigrein um framúrstefnumyndlist.30 yfirleitt virðast háskólamenn gera
sér grein fyrir að þeir þurfa að koma til móts við kröfur og væntingar
almennings í blaðaskrifum. Í ritdómum um bókmenntir bætist svo við
önnur vídd; hugmyndin um tilfinningalegt eðli viðfangsefnisins.
Sammannlegar tilfinningar
Þrátt fyrir þær vísindalegu áherslur sem urðu viðteknar á fyrstu áratugum
aldarinnar töldu fæstir að þær dygðu einar og sér við ritun bókmennta-
gagnrýni. Komu þar ekki aðeins til áhrif frá fjölmiðlasviðinu; sú staðreynd
að ritdómar eru ein tegund blaðamennsku, hafa frétta- og upplýsingagildi
og það samfélagslega aðhaldshlutverk að bæta bókmenntirnar og beina
almenningi í átt að góðum verkum en forða þeim frá áhrifum slæmra bóka.
Þar spilar inn í að í ritdómum um bókmenntaverk skarast einnig fræða-
sviðið og bókmenntasviðið og listrænar áherslur bætast við þær fræði-
legu. Margir ritdómarar litu svo á að þeir mættu og ættu jafnvel að fara á
skáldlegt flug; iðka skapandi skrif. Ágúst H. Bjarnason lýsir ljóðum Jakobs
Thorarensens til dæmis með líflegu myndmáli:
Það leiftrar hér og þar í kvæðunum af þessum „glettnu glömpum“;
en þeir eru víðast hvar kaldir eins og snæljósin og ylja ekki nema
stundum; svo skella á hríðarbyljir og jafnvel haglveður; en einstöku
sinnum sér í heiðbláan, brosandi himininn. Röddin er sterk og
stundum djúp. Og hnyttinyrðin verða ekki einasta að spakmælum,
heldur stundum að hnýflum og einstöku sinnum að nístandi háði og
spotti. En undir niðri vakir meðaumkunin með öllu, því sem bágt á,
eins [og] logandi kvika.31
Helstu áhrifin frá listasviðinu virðist þó vera krafan um tilfinningalega
nálgun þegar fjallað er um listaverk. Sú tilhneiging að flokka listirnar sem
svæði tilfinninga á sér langa sögu32 og í Ferðabók sinni, sem hann skrifaði
29 Alexander Jóhannesson, „Um skáldskap Hannesar Hafsteins: Fyrirlestur“, Óðinn,
febrúar 1917, bls. 81–86.
30 Alexander Jóhannesson, „Um málaralist nútímans“, Eimreiðin, 1/1922, bls. 14–
24.
31 Ágúst H. Bjarnason, ritdómur um Snæljós eftir Jakob Thorarensen, Iðunn, 1/1915,
bls. 88–93, hér bls. 89.
32 Samkvæmt Aristótelesi veitir harmleikurinn tilfinningum útrás með því að vekja
vorkunn og skelfingu. Aristóteles, Um skáldskaparlistina, þýð. Kristján Árnason,
Á SLÓÐUM HJARTALAUSRA FRÆÐINGA