Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 125
124
eftir ferðalag sitt um Evrópu á árunum 1832–1834, skilgreinir Tómas
Sæmundsson skáldskap sem svæði tilfinninganna, á meðan heimspekin til-
heyri „köldum“ skilningnum:
Skáldskapurinn er hjartans mál. Það er fullt af tilfinnunum, oft óljóst.
Sá sem fer að verða heimspekingur hættir að vera skáld. Hann vill
vita grundvöll fyrir öllu og talar aldrei eftir tómum innblæstri, hann
leggur bönd á tilfinnananna sjálfkrafa útflot í kvæðum og ræðum,
svo sem dofnar og verður að köldum skilningsatkvæðum.33
Fagurfræðingar 18. aldar höfðu þá þegar reynt að kortleggja hughrifin
sem skáldskapur vekur hjá okkur og árið 1748 staðsetti David Hume fag-
urfræðilega upplifun á sviði tilfinninganna:
Fegurð, hvort heldur hún er siðferðileg eða náttúrleg, er frem-
ur eitthvað sem vér höfum tilfinningu fyrir en eitthvað sem vér
skynjum. Ef vér reynum að rökleiða um hana og fastsetja einhvern
mælikvarða, þá höfum vér hliðsjón af annarri staðreynd, nefnilega
almennum smekk fólks eða einhverju slíku sem hægt er að rannsaka
og rökleiða um.34
Dómurinn, úrskurður um gæði og fagurfræðilegt gildi verks, þykir alla
jafna mikilvægasti þáttur bókmenntagagnrýni35 og þrátt fyrir þessa sér-
stöðu fegurðarinnar telur Hume „eðlilegt að við svipumst um eftir mæli-
kvarða á smekk, reglu sem nota má til að samræma hin margvíslegu við-
horf manna, alltént til að kveða upp úrskurð sem staðfestir eitt viðhorf en
fordæmir annað“. Þar megi byggja á „athugun á sameiginlegum kenndum
mannlegs eðlis“.36 Í ritinu Gagnrýni dómgreindarinnar, frá 1790, gerir Kant
einnig tilraun til að skilgreina eðli fegurðardóma og segir m.a. að ef við
viljum skera úr um það hvort eitthvað sé fallegt vísum við til þess hvort það
Lærdómsrit bókmenntafélagsins, ritstj. Þorsteinn Gylfason, Reykjavík: Hið ís-
lenska bókmenntafélag, 1976, bls. 51–53.
33 Tómas Sæmundsson, Ferðabók, ritstj. Jakob Benediktsson, Reykjavík: Félagsprent-
smiðjan, 1947, bls. 139.
34 David Hume, Rannsókn á skilningsgáfunni, þýð. Atli Harðarson, Lærdómsrit Bók-
menntafélagsins, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1988, bls. 268.
35 Sjá Auður Aðalsteinsdóttir, „Sláturtíð gagnrýnenda“, Spássían, 3/2011, bls. 24–
26.
36 David Hume, „Um mælikvarðann á smekk“, þýð. Gunnar Ragnarsson, Hugur,
2006, bls. 28–41, hér bls. 30–32.
AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR