Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 127

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 127
126 menntaða manni þyki vænst um.40 Afstaða manna til bókmenntagagnrýni almennt einkenndist þannig af áherslu á sérstöðu hennar á mörkum rök- hugsunar og tilfinninga, lista og fræða. Sporgöngumaður Richards, Allen Tate, var m.a. háskólakennari en hann sagðist líta á hinn ó-akademíska bókmenntamann, „Man of Letters“, sem fyrirmynd og nefndi í því sam- hengi T.S. Eliot og Herbert Read.41 Í skrifum hans endurspeglast það viðhorf að bókmenntirnar hafi þá sérstöðu sem viðfangsefni að vísindaleg nálgun nægi ekki; eitthvað glatist ef ekki séu einnig mynduð tengsl við þær á tilfinningalegan, persónulegan hátt. Hlutverk bókmenntagagnrýnandans hefur ekki hvað síst verið talið að hlúa að og hampa þeirri hlið bókmenntanna sem vísindin ná ekki yfir; hinum sammannlega þætti sem Aðalbjörg Benediktsdóttir lýsir svo árið 1926: Að hugsa sjer annað eins undur og það, að þurfa ekki nema að rjetta út höndina, grípa lítinn, ljettan hlut, bókina, og opna hana. Og þá streyma inn í hug lesandans hugsanir annara manna og reynsluauð- ur þeirra, líf þeirra og stríð, sæla þeirra og sorgir, vonir þeirra og trú.42 Vísindi og tækni eru hins vegar gjarnan talin ógna mennskunni og samhliða framfaratrúnni, sem ýtti undir vísindalegar rannsóknir á bókmenntum og þróun nýrrar tækni til að fjalla um þær, til dæmis nákvæmrar aðferðafræði og tæknilegs orðaforða nýrýninnar, má merkja tortryggni í garð vísinda- legrar hugsunar um þetta vígi mennskunnar. Árið 1958 segir Sigurður A. Magnússon að það sé „hægt að greina ákveðið ljóð í ýmsa þætti og rann- saka þá hvern fyrir sig, en slík rannsókn gef[i] aldrei svar við spurningunni: Hvað er ljóð?“: Ljóð er ekki einungis summan af öllum sínum pörtum, heldur eitt- hvað annað og meira sem við fáum aldrei hönd á fest. […] Allt líf er óskilgreinanlegt – einnig líf ljóðsins.43 40 I.A. Richards, Practical Criticism. A Study of Literary Judgment, London: Routledge & Kegan Paul Ltd., 1964, bls. 6. 41 Allen Tate, „Preface“, bls. xi. 42 Aðalbjörg Benediktsdóttir, „Erindi flutt á 30 ára afmæli kvenfjel. Húsavíkur 13. febr. 1925“, Hlín, 1927, bls. 96–109, hér bls. 108. 43 Sigurður A. Magnússon, „Ljóðagerð yngri skáldanna“, Félagsbréf, 7/1958, bls. 6–25, hér bls. 24. AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.