Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 129
128
Kristján Albertsson, sem þá hafði stundað háskólanám í Kaupmannahöfn,
Frakklandi og Þýskalandi,47 listaverk með vísun til þeirra áhrifa sem þau
hafa á sálarlíf viðtakandans:
Í hvaða sálarástandi skilur t.d. göfug skáldsaga við mann, sem á
annað borð er hæfur til að njóta hennar? Hann er gagntekinn heitri
andlegri nautn, en hún getur verið margvíslegs eðlis, eftir því hverj-
ar tilfinningar segja sterkast til sín. Ef til vill eru áhrifin aðallega í
því fólgin, að þegar hann lítur upp að lestrinum loknum er athyglin
skerpt, ímyndunin næmari og frjórri en venjulega, og upp úr huldum
lindum í sál hans stíga dularfullir og töfrandi litir, sem sveipa menn
og mál og hluti og gefa öllu sterkara og dýpra líf.48
Slíkar hugmyndir höfðu náð sterkri fótfestu í rómantíkinni og féllu vel
að síðrómantískum, þjóðernislegum áherslum íslenskrar bókmennta-
umræðu á fyrri helmingi 20. aldar. Skáldkonan Hulda notar til dæmis
kvæðin „Ljóðheim“ og „Hugfró“ til að nálgast skáldið og um leið mann-
inn Benedikt Gröndal:
Þýzka skáldið Heine segir í inngangi að kvæðaflokki einum: Þegar
þú hefur lokið upp þessum bókarblöðum, hefur þú lokið upp hjarta
mínu. Þannig þykir mér sem segja mætti um þetta kvæði [„Ljóðheim“]
Gröndals. – Það er í einu játning, fögnuður og þökk.49
Umfjöllun Huldu um önnur skáld einkennist af túlkandi og skapandi
gagnrýni í anda Wildes, eins og sjá má af eftirfarandi línum um Kristján
Fjallaskáld þar sem áhersla er lögð á ljóðrænt og rómantískt myndmál:
Ljóð hans lifa – og munu lifa með þjóðinni eins og streymandi
hjartablóð og svalalind augans, hið hreina tár, er hann söng um
ógleymanlegt ljóð.50
Af þessu mætti draga þá ályktun að Hulda nálgist viðfangsefni sitt sem
skáld fremur en fræðimaður. Það er þó ekki svo einfalt. Eins og komið
47 „Nám mitt fylgdi ekki neinni áætlun sem stefndi að prófi heldur las ég það sem mér
fannst vera menntandi og áhugavert“, segir Kristján um nám sitt í Kaupmannahöfn.
Jakob F. Ásgeirsson, Margs er að minnast, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1986,
bls. 52.
48 Kristján Albertsson, „Andlegt líf á Íslandi“, Vaka, 4/1927, bls. 358–375, hér bls.
366.
49 Hulda, „Gröndalsminning“, Eimreiðin, 2/1938, bls. 145–155, hér bls. 147.
50 Hulda, „Fjallaskáldið“, Eimreiðin, 1/1945, bls. 68–75, hér bls. 75.
AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR