Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 131

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 131
130 sammannlegt. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að þrír þeirra mennta- manna sem höfðu sig hvað mest frammi í menningarumræðunni á önd- verðri 20. öld, Ágúst H. Bjarnason, Guðmundur Finnbogason og Sigurður Nordal, settu fram hugmyndir sem báru með sér „sálarfræði sem gekk út á betrun einstaklingsins og hafði að markmiði að hafa áhrif á hvernig ein- staklingurinn mótaði sjálfan sig“, eins og Ólafur Rastrick hefur bent á.54 Munurinn á gagnrýnanda og venjulegum lesanda er hins vegar sá að sá fyrrnefndi er ekki einungis talinn hafa þá samfélagslegu skyldu að leit- ast við að bæta sjálfan sig og þar með samfélagið, heldur á hann að leitast við að bæta bókmenntirnar og aðra lesendur og þar með samfélagið. Í því felst, fyrir hinn vísindalega sinnaða gagnrýnanda í upphafi 20. aldar, að byggja upp heildstæða mynd af viðfangsefninu og gera tilraunir til að setja fram heilsteyptar hugsjónir og kenningar til að byggja á göfugt, íslenskt samfélag. Árið 1917 lýsir Alexander Jóhannesson til dæmis yfir í grein um Hannes Hafstein í Óðni: Er það harla ljelegt starf að velja úr einstök kvæði og segja um þau, að þau sjeu góð eða lítilsvirði, eða ná í einstök orð, sem ekki eru gullaldaríslenska eða því um líkt. Á slíkum sundurlausum molum er lítið að græða, ef ekki er leitast við að benda á aðaldrættina eða ná heildarlýsingu; því allajafna verða slíkir ritdómar órjettlátir og ósannir, um of eða van.55 Fyrsta skrefið sem Alexander býður almenningi að stíga með sér er „að kynnast nánar skáldskap H. H., einkum hvað efni viðvíkur, og leitast við að horfa inn í hugsjónageim hans, hversu heimurinn lítur út í augum skáldsins H. H.“.56 Þessi áhersla á „hugsjónageim“ höfundarins gerir það að verkum að skáldið verður meginviðfang bókmenntarýninnar, eins og Vésteinn Ólason bendir á að sé raunin í skrifum Sigurðar Nordals, þótt endanlega markmiðið sé „bókmenntaleg og söguleg yfirsýn þar sem ein- stök verk birtast í víðara samhengi“, sem er „þjóðlegt íslenskt samhengi“.57 54 Ólafur Rastrick, Háborgin. Menning, fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar, Reykjavík: Háskólaútgáfan og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 2013, bls. 45, 62–63, 66 og 73. Ólafur fjallar nokkuð ítarlega um aukið vægi sálarfræði í upp- hafi 20. aldar og um tengsl sálarfræðilegra hugmynda og umræðu um sérstöðu og sjálfsmynd Íslendinga. Sjá sama rit, bls. 86–101. 55 Alexander Jóhannesson, „Um skáldskap Hannesar Hafsteins“, bls. 81. 56 Sama rit, bls. 81. 57 Vésteinn Ólason, „Bókmenntarýni Sigurðar Nordals“, Tímarit Máls og menningar, 1/1984, bls. 5–18, hér bls. 11 og 7. AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.