Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 132
131
Alexander Jóhannesson orðar það þannig í greininni um höfundarverk
Hannesar Hafsteins að „hugsanir og hugsjónir skáldsins“ endurspegli oft-
ast „menningarástand sinnar þjóðar“.58
Á seinni hluta 20. aldar fer gildi vísindalegrar nálgunar að vega þyngra
í ritdómum en þjóðleg sjónarmið, en þjóðlegu viðmiðin hafa þó aldrei
horfið alveg. Ritdómar myndlistarkonunnar og rithöfundarins Drífu Viðar
eru gott dæmi um slíkar áherslur um miðbik aldarinnar. Dómur hennar
um bók Arnfríðar Jónatansdóttur, Þröskuldur hússins er þjöl, frá árinu 1958,
hefur að hluta yfirbragð vísindalegrar skýrslu og er tilraun til að flokka og
skilgreina eiginleika bókarinnar á „tæknilegan“ hátt en tungutakið er m.a.
sótt til myndlistar- og tónlistarfræða:
Af því hve tilbreyting þessara fáu ljóða er mikil myndi ég vilja greina
aðferðir skáldsins eitthvað á þá leið að hún yrki í myndum, abstrak-
sjónum eða þá ljóðin væru heyrnarlegs eðlis og mætti raða því niður
í stafrófsröð til gamans.
A) Myndir eða myndbreytingar (frá mynd yfir í ljóðmál) ljóðlínur
sem þessar: „byrþanið segl“, „marar segl í hálfu kafi“, „nóttin
hefst frá brúnaskútum fjallsins eins og vættur rísi af svefni“.
B) Abstraksjónir, bæði óhlutstæð hugsun og orðaval. „tíminn
þræddi verðandina andstreymis“, [„]því var mér það hvelfda
sjónmál skipt milli skauta tveggja“.
C) Heyrnarlegs eðlis.
1) skáldið heyrir: „Heyr hversu tíminn vefur mér voðina“,
„blómharpa lát þú liti þína syngja“.
2) hrynjandi kvæðisins: „ég skal flétta úr sprotum – úr þessum
blaðlausu sprotum skal ég flétta liljudansinn – ef þú dvelur.“
Þetta er rythmiskur kveðskapur, vikivakakenndur. Af sömu rótum
runnið er rímustef, breyttir gamlir hættir. Ég myndi vilja kalla það
ljóð tólftónakerfisins eða fimmundarinnar, og bendi þá sérstaklega á
rímustef og sjólag.59
58 Alexander Jóhannesson, „Um skáldskap Hannesar Hafsteins“, bls. 81.
59 Drífa Viðar, „Þröskuldur hússins er þjöl. Ljóð eftir Arnfríði Jónatansdóttur“,
ritdómur um Þröskuldur hússins er þjöl eftir Arnfríði Jónatansdóttur, Melkorka,
1/1959, bls. 13–14, hér bls. 13–14.
Á SLÓÐUM HJARTALAUSRA FRÆÐINGA