Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 141
140
sýningardæmi“. Það þykir honum ekki sýna „neitt stórkostlega virðingu
fyrir verkinu sjálfu“.90
Spjótin beinast í margar áttir og stundum er erfitt að gera greinarmun á
því hvað er raunverulegt deiluefni og hvað er hrein retórík. Femínísk túlk-
un vakti hvað hörðust viðbrögð og gefur það til kynna að Helga Kress hafi
nokkuð til síns máls er hún heldur því fram að teorían hafi ógnað karllæg-
um og höfundarmiðuðum grundvelli bókmenntasviðsins,91 en viðbrögðin
eru, eins og sést hér að framan, oft sett fram sem áhyggjur af hlutlægum
grundvelli bókmenntafræða og bókmenntagagnrýni, og skáldverkin sem
um er fjallað eiga að vera sá hlutlægi grunnur. Ásakanir um innantóman
popúlisma fræðimanna koma einnig fram og gefa til kynna að menn óttist
að aukin markaðsvæðing fjölmiðlasviðsins geti í gegnum gagnrýnendur
haft spillandi áhrif á bókmenntasviðið.92 Örn Ólafsson sakar Kolbrúnu
Bergþórsdóttur og fleiri ritdómara hreinlega um fúsk og segir þá telja það
mestu skipta „að gaspra sem hæst og vekja athygli á persónu sinni, með illu
ef ekki góðu“.93 Hávar Sigurjónsson tekur ekki jafn djúpt í árinni en hefur
þó svipaðar áhyggjur í byrjun 21. aldar er hann segir:
Við höfum haft litríkar persónur í starfi gagnrýnenda bæði á dag-
blöðum og í sjónvarpi á undanförnum árum. Fólk sem nýtur þess að
vera í sviðsljósinu. Hættan er sú að gagnrýnandinn verði þá að eins
konar skemmtikrafti þar sem meira er lagt upp úr því hvernig hann
90 Árni Sigurjónsson, „„Ég reyni fyrst og fremst að vera húmoristi“, Árni Sigurjónsson
ræðir við Þórarin Eldjárn“, Tímarit Máls og menningar, 2/1991, bls. 34–46, hér bls.
38–39.
91 Helga Kress segir að teoríufjandskapurinn hafi verið „dæmigerður varnarháttur“.
Teorían hafi ekki bara verið „erfið og útlensk“ heldur líka „hættuleg, því hún
getur bylt viðteknum hugmyndum, hróflað við undirstöðum merkingarinnar – og
sjálfsmyndarinnar“, m.a. með því að „rústa höfundarhugtakinu og sundra hinu
karlmannlega sjálfi“. Helga Kress, „Mikið skáld og hámenntaður maður“, bls.
395–396.
92 Slíkar áhyggjur voru einnig algengar erlendis. Pierre Bourdieu er einn af þeim sem
gagnrýnt hefur menntamenn í fjölmiðlum fyrir að misnota stöðu sína á mörkum
fræða- og fjölmiðlasviðsins til að hefja sjálfa sig upp á yfirborðskenndum for-
sendum: Þeir „nýta sér þá aðstöðu að tilheyra báðum heimum og sneiða hjá þeim
sérkröfum sem ríkja innan hvors þeirra um sig“. Pierre Bourdieu, „Áhrifavald
fjölmiðla“, þýð. Egill Arnarson, Almenningsálitið er ekki til, ritstj. Davíð Kristinsson,
Reykjavík: Omdúrman og ReykjavíkurAkademían, 2007, bls. 91.
93 Örn Ólafsson, „Athugasemd frá Erni Ólafssyni vegna ritdóms frá 28. janúar um
bók hans, Kóralforspil hafsins: Þríbjörn togar í ritdóm“, Pressan, 4. febrúar 1993,
bls. 31.
AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR