Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Qupperneq 150
149
tvöfalt fleiri en á fyrrnefndu 34 ára tímabili – og aðeins átta þeirra voru í
skrá Hoffmans, Allens og Ulrichs.9 Það varð því ekkert lát á útgáfu slíkra
tímarita, hún margfaldaðist þvert á móti, að minnsta kosti í Bandaríkjunum.
Í Skandinavíu, svo litið sé til nálægari landa, jókst útgáfa lítilla tímarita einn-
ig. Í Svíþjóð stóð útgáfan til að mynda hæst frá 1930 til loka sjöunda áratug-
arins.10 Í Danmörku hljóp mikið líf í útgáfu fagurfræðilega róttækra smá-
tímarita á sjöunda áratugnum, sem Tania Ørum hefur kennt við tilraunir, en
forvitnilegust þeirra voru Digte for en daler, ta’, ta’BOX og MAK.11 Í seinni
tíma rannsóknum og skrám er í raun allur gangur á því hvort og þá hvernig
saga litlu tímaritanna er afmörkuð. Í greinasafni Brookers og Thackers um
módernísk menningartímarit á Bretlandi er sagan teygð aftur til 1880 og
fram til 1955 en þá telja þeir að módernisminn hafi verið orðinn að stofnun.
Líkt og þeir benda á sjálfir, hafa aðrir aftur á móti rakið sögu lítilla tímarita á
Bretlandi allt fram til okkar daga og bent á að þau sé núorðið meðal annars
að finna á netinu.12
9 Sjá Michael Anania, „Of Living Belfry and Rampart: On American Literary Magaz-
ines Since 1950“, The Little Magazine in America: A Modern Documentary History,
ritstj. Elliott Anderson og Mary Kinzie, yonkers, New york: The Pushcart Press,
1978, bls. 6–23, hér bls. 9–10. Sjá einnig um útgáfu „lítilla tímarita“ í Bretlandi til
ársins 2000, David Miller og Richard Price, British Poetry Magazines 1914–2000. A
History and Bibliography of ‘Little Magazines’, London og New Castle: The British
Library og Oak Knoll Press, 2006.
10 Claes-Göran Holmberg, Upprorets tradition. Den unglitterära tidskriften i Sverige,
Stokkhólmi og Lundi: Symposium Book Förlag, 1987, bls. 57–120. Sjá einnig
um þriðja og fjórða áratuginn hjá Mats Jansson, „Crossing Borders: Modernism
in Sweden and the Swedish-Speaking Part of Finland“, The Oxford Critical and
Cultural History of Modernist Magazines. Volume III, Europe 1940–1980. I.
hluti, ritstj. Peter Brooker og Andrew Thacker, meðritstj. Sascha Bor og Christian
Weikop, Oxford: Oxford University Press, 2013, einkum bls. 673–690. Jansson
bendir á að lítil tímarit á sænskri tungu hafi nánast eingöngu komið út í Finnlandi
á þriðja áratugnum (bls. 673) en í byrjun fjórða áratugarins hafi komið fram kynslóð
módernista í Svíþjóð með Artur Lundkvist í fararbroddi sem stofnaði til áhrifamik-
illa módernískra tímarita á borð við fyrrnefnd kontakt og Karavan (bls. 679).
11 Sjá Tania Ørum, De eksperimenterende tressere – kunst i en opbrudstid, Danmörk:
Gyldendal, 2009. Sjá um dönsk smátímarit hjá Thomas Hvid Kromann, „ta’,
ta’BOX, MAK“, A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries
1950–1975, ritstj. Hubert van den Berg, Irmeli Hautamäki, Benedikt Hjartarson,
Torben Jelsbach, Richard Schönström, Peter Stanbjerg, Tania Ørum og Dorthe
Aagesen, Amsterdam og New york, N.y.: Rodolpi, [Væntanlegt haust 2015]. og
„Digte for en daler“, sömu heimild.
12 Peter Brooker og Andrew Thacker, „General Introduction“, The Oxford Critical and
Cultural History of Modernist Magazines. Volume I, Britain and Ireland 1880–1955,
bls. 14.
MÓDERNÍSKA TÍMARITIÐ BIRTINGUR