Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 155

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 155
154 verði Birtingur sá vettvangur, segir í ávarpinu, „og munum við engan veg- inn einskorða það við nokkur þröng sjónarmið sem troðið verði upp á les- endur, enda erum við æði sundurleitur hópur á margan hátt“ – eins og átti sannarlega eftir að sýna sig (1). Í þriðja lagi vilji ritið „greiða fyrir erlendum menningarstraumum hingað sem hafa merkust ítök í samtíma okkar svo að lesendur geti sjálfir tekið afstöðu en þurfi ekki að hafa rætið umtal óvandaðra atvinnusnakka“ (1–2). Af ávarpinu að dæma var Birtingi yngri ætlað að vera opinn vettvangur fyrir ólíkar skoðanir og kynningu á listum og menningu. Var það raunar meginhlutverk tímaritsins að sannfæra almenning um hin nýju viðhorf til lista. Í ávarpinu er einnig kallað eftir því að almenningur styðji starfsemina. Slík áköll til áskrifenda áttu eftir að verða þrástef í ritstjórnargreinum tímarits- ins.24 Fyrstu árin er kallað eftir skilningi og áhuga almennings á því menn- ingarstarfi sem unnið er í Birtingi og fussað yfir léttmetinu í tímaritunum sem mestra vinsælda njóta.25 Þannig notuðu Birtingsmenn afþreyingartímaritin sem viðspyrnu í andróðrinum gegn yfirgangi markaðs drifinnar menningar- starfsemi – Birtingi var, líkt og erlendum módernískum tímaritum, beinlín- is stillt upp í andstöðu við hana. Seinna snúast athugasemdirnar þó oftast um rukkun áskriftargjalda. Markmið Birtingsmanna var frá upphafi að bæta almennt menningarástand í landinu með því að bjóða upp á hámenningarlegt bókmenntatímarit en þeim var jafnframt ljóst að ekki myndi takast að halda rit- inu gangandi nema með þátttöku tiltölulega stórs hóps kaupenda. Í öðru heft- inu segir Einar Bragi að ritið verði að „fá minnst þúsund skilvísa áskrifendur til viðbótar“ (2/1953, 4).26 Og til að leggja áherslu á mikilvægi þess að almenn- ingur taki þátt í þessu ævintýri er tekið svo til orða í ritstjórnargrein 1.–2. heftis 1957 að Birtingur sé „í raun eign áskrifendanna, því að tilvera hans byggist á að þeir séu fúsir að greiða hann því verði sem útgáfan kostar“ (53). Í Birtingi eru efnistök yfirleitt almenn, hann var ekki sérfræðilegt tímarit eins og til að mynda Skírnir.27 Ritinu er eigi að síður ætlað að kynna fólki 24 Stefið hafði lengi heyrst í íslenskum tímaritum, til dæmis bæði í Fjölni og Verð- andi. 25 Hér er vert að minna á að módernísk verk voru einnig birt í afþreyingartímaritum og öðrum stórum tímaritum. 26 Engar upplýsingar er að finna í bókhaldsgögnum Birtings um kaupendafjölda árið 1953. Fyrstu kaupendatölur eru dagsettar 1. janúar 1955 en þá eru þeir 206. Sjá bls. 207 NF, Birtingur, Skjalasafn. Allar upplýsingar um rekstur og upplagstölur Birtings eru sóttar í þetta skjalasafn. 27 Í fræðilegum tímaritum voru og eru meðal annars gerðar strangari kröfur til heim- ildarýni og frágangs heimildatilvísana. ÞRÖSTUR HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.