Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 166
165
Sjálfur var Roth undir sterkum áhrifum frá konkretmyndlistinni sem
var harðsoðnari útgáfa strangflatalistarinnar og átti upptök sín í úrvinnslu
hollenska De Stijl-hópsins á konstrúktívismanum en þar voru Theo van
Doesburg og Piet Mondrian áhrifamestir.50 Roth hafði meðal annars hann-
að útlit fyrstu þriggja hefta tímaritsins Spirale sem kom út níu sinnum í
Sviss árin 1953–1964.51 Augljós skyldleiki er með útliti þessara hefta og
Dietershefti Birtings. Spirale átti þátt í framgangi konkretlistarinnar í Evrópu
á fimmta og sjötta áratugnum og má með réttu halda því fram að framlag
Roths til Birtings hafi komið ritinu í beint samband við þær hræringar.52
Sterk tengsl voru einmitt á milli tilrauna með konkretmálverkið og vaxandi
áhuga á grafískri hönnun sem birtist meðal annars í tilkomu fagtímarita er
lögðu áherslu á fagurfræðilega og pólitískt róttæka hönnun og leturgerð,
svo sem Graphis (stofnað 1944) og Neue Grafik (1958–1965) í Sviss.53
50 Áhrifin á Roth og hönnun Birtings verða greinileg þegar skilgreining van Doesburg
á konkretmálverkinu er skoðuð en hún birtist í tímaritinu Art Concret árið 1930. Í
endursögn Benedikts Hjartarsonar felast einkenni hinnar nýju listar í því að „horfið
er frá allri viðleitni til að líkja eftir formum náttúrunnar og ríkjandi áherslum hefð-
arinnar á hið skynræna og tilfinningalega. Hin nýja list stefnir að „algjörum skýr-
leika“, þar sem „ljóðrænu, dramatík, táknsæi o.s.frv.“ er úthýst og byggt á „hreinum
þáttum formlistarinnar, þ.e. flötum og litum“. Bygging myndarinnar verður,
samkvæmt van Doesburg, að vera „einföld og lúta sjónrænni stjórnun“, tæknin
„vélræn, þ.e. nákvæm, andimpressjónísk.“ Sjá Benedikt Hjartarson, „Draumurinn
um hinn ómyndhverfa mann. Um framúrstefnu og konkretljóð“, Afsteypu, (afbók
#5), ritstj.: Eiríkur Örn Norðdahl og Kári Páll Óskarsson, [Reykjavík]: Nýhil, 2009,
bls. 74–104, hér bls. 74. Sjá einnig um Dieter og konkretlist hjá Aðalsteini Ingólfs-
syni, „Bók um bók frá bók …. Bókverk Dieters Roth á Íslandi, 1957–1961“, Skírnir
vor 1988, bls. 51–82, hér bls. 55–57. Aðalsteinn tekur svolítið blendna afstöðu til
áhrifa konkretlistar á Dieter. Hann segir „megnið af myndlist, hönnun, textagerð
og bókagerð Rots laustengt hinni alþjóðlegu konkret stefnu í myndlist og bók-
menntum“ en jafnframt að Dieter hafi lagt „mikið kapp á að standa konkretistum
á sporði“ og tekist „svo vel upp, að ýmsir forsvarsmenn þeirrar stefnu […] töldu
hann fljótt í sínum hópi“ (bls. 55 og 57). Í tímaritinu Spirale, sem kemur meira við
sögu hér á eftir má raunar sjá Dieter nota frjálsa formgerð í hönnun sinni, til dæmis
á forsíðu fyrsta heftisins 1953.
51 Sjá Aðalstein Ingólfsson, „ORÐ, MyND: UARÐ, MUND: VOARÐ, MOAND. Mál
í myndum Dieters Roth“, Ritið, 5/1 (2005), bls. 21–31, hér bls. 24. Einnig Dirk Dobke
og Bernadette Walter, Roth Time. A Dieter Roth Retrospective, ritstj. Theodora Visher og
Bernadette Walter, New york: The Museum of Modern Art, Lars Müller Publishers,
2004, bls. 30–31.
52 Aðalsteinn Ingólfsson hefur það eftir Einari Braga að viðbrögð Harðar Ágústssonar
þegar hann sá bókverk eftir Dieter í fyrsta sinn fyrri hluta árs 1957 hafi verið: „Þetta
er það allra nýjasta í evrópskri myndlist.“ Sjá Aðalstein Ingólfsson, „Bók um bók
frá bók …. Bókverk Dieters Roth á Íslandi, 1957–1961“, bls. 69.
53 Sjá Annemarie Bucher, Spirale. Eine Künstlerzeitschrift 1953–1964, Baden: Verlag Lars
MÓDERNÍSKA TÍMARITIÐ BIRTINGUR