Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Qupperneq 172
171
konar form og stundum skil á milli auglýsinga. Sé textinn undanskilinn verða
síðurnar og jafnvel heilu opnurnar eins og geómetrísk málverk. Útlitshönnun
sumra síðnanna er greinilega sótt í tímaritið Spirale, þær vísa meðal annars til
verka sem þar birtust eftir Marcel Wyss.66 Í sumum tilvikum minna auglýs-
ingarnar jafnvel á konkretljóð með samspili á milli forma, sem negatífar línur
mynda á síðunum, og texta (sjá mynd 2). Stuttir auglýsingatextarnir eru í
algeru aukahlutverki þegar síðurnar (eða opnurnar) eru skoðaðar sem ein
heild og eiga afar erfitt uppdráttar í hinum merkingarlega eða merkingar-
myndandi samleik við myndrænt sjónarspilið.67
Með þessum tilraunum sínum á mörkum listar, ritstjórnarefnis og aug-
lýsinga eru Dieter og Hörður því að láta reyna á skurðpunkta sem bæði
auglýsingahönnuðir og listamenn áttu eftir að rannsaka enn frekar á næstu
áratugum. Nægir þar að nefna verk frá sjöunda áratugnum eftir banda-
ríska popplistamanninn Andy Warhol sem voru nákvæmar eftirgerðir af
fjöldaframleiddum vörumerkjum svo sem Coke-flöskum, Brillo-kössum
og Campells-niðursuðudósum.68 Í íslenskri myndlistarsögu ryður Erró
þessa braut.
66 Nefna má síður 78–79 í 3.–4. hefti Birtings 1959 sem kallast á við opnu í þriðja
tölublaði Spirale sem kom út 1954. Á vinstri síðu opnunnar í Spirale er litógrafía
eftir Marcel Wyss, svartar línur eða strik á rauðum fleti en á hægri síðunni eru tvö
ljóð eftir Eugen Gomringer. Sjá Annemarie Bucher, Spirale. Eine Künstlerzeitschrift
1953–1964, bls. 84. Hörður blandar hins vegar línum og auglýsingatextum saman
í Birtingi. Þess má geta að í Dietersheftinu (bls. 37) birtist ljósmynd eftir Hörð og
Andrés Kolbeinsson af viðarstafla sem minnir mjög á ljósmynd eftir Wyss með
sama myndefni. Mynd Wyss birtist hins vegar í 6.–7. hefti Spirale sem kom út í
júní 1958, rúmlega ári seinna en Dietersheftið. Sjá Annemarie Bucher, Spirale. Eine
Künstlerzeitschrift 1953–1964, bls. 112 og 198.
67 Það var einmitt helsta gagnrýnin á útlitshönnun Dieters að hún legði meira upp úr
hinu sjónræna en inntaki textans. Auglýsingar Harðar eru eins og innlegg í þá umræðu.
Á þessum tíma höfðu ekki aðrir en Roth gert tilraunir með konkretljóð á Íslandi,
eftir því sem næst verður komist. Fyrir utan Roth, sem kynntur hafi verið í erlendu
sýnisriti sem „konkretskáldið frá Íslandi“, nefnir Benedikt Hjartarson tilraunir
bræðranna Sigurðar og Kristjáns Guðmundssona með þetta listform á áttunda
áratugnum. Sjá Benedikt Hjartarson, „Draumurinn um hinn ómyndhverfa mann.
Um framúrstefnu og konkretljóð“, bls. 95–96.
68 Sjá t.d. Michel H. Bogart, Artists, Advertising, and the Borders of Art, bls. 298–301.
Warhol byrjaði sem auglýsingateiknari á fimmta áratugnum og naut talsverðrar
velgengni sem slíkur.
MÓDERNÍSKA TÍMARITIÐ BIRTINGUR