Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 173

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 173
172 Afstaða og aðlögun Rekstrarsaga Birtings er dæmigerð fyrir módernísk menningartímarit. Einar Bragi lýsir aðstæðum ritsins með þessum hætti tveimur árum áður en það hætti að koma út: Sízt skal því neitað, að erfitt sé að halda lífi í riti eins og Birtingi, sem nýtur ekki ríkisstyrks eins og Andvari, nennir ekki að dekra við lélegan smekk sér til lýðhylli, vill ekki þjóna undir pólitíska fursta sér til framdráttar eins og Tímarit Máls og menningar eða Félagsbréf AB. (1–3/1966, 85) Ritið berst í bökkum svo að segja öll árin. Ritstjórnarmenn vinna hörðum höndum fyrir lítil og stundum engin laun og virðast smám saman missa móðinn. Einkum er það áskrifendasöfnunin og auglýsingasalan sem ferst fyrir. Áskrifendur samkvæmt spjaldskrá eru þó 574 þegar ritið kemur út í síðasta sinn í lok árs 1968 en í þeirri tölu verður að gera ráð fyrir „vafageml- ingum, ógjaldskyldum og áætluðum afföllum“ eins og það er orðað í bók- haldsgögnum ritsins. Þetta hefur augljóslega ekki verið nóg. Í febrúarmán- uði árið áður krefst skiptaráðandinn í Reykjavík að bú Birtings verði tekið til gjaldþrotaskipta eftir árangurslausa aðfarargjörð hjá honum. Er Birtingi stefnt fyrir skiptarétt Reykjavíkur í skrifstofu borgarfógeta 23. febrúar 1967 til að svara til saka út af hinni ógreiddu kröfu Gjaldheimtunnar. Samningar nást um greiðslu kröfunnar og fjögur hefti koma út áður en yfir lýkur, öll barmafull af skrifum um nýja strauma í bókmenntum og list- um. Sem fyrr vantaði ekkert upp á áhuga ritstjórnarmanna á málstaðnum. Einar Bragi varð sannspár er hann sagði í ritstjórnargrein 3.–4. heftis 1965 að annað myndi verða Birtingi að bana en efnishrak (76). Afstaða Birtings til markaðarins er nokkuð dæmigerð þótt hún sé flókn- ari en gefið er í skyn í flestum almennum skilgreiningum á módernískum tímaritum. Þar eru þau oftast sögð í stríði við ríkjandi hugmyndafræði markaðarins.69 Í raun má segja að Birtingur hafi verið í þeirri ankannalegu stöðu sem flestir setja sig í sem gagnrýna markaðskerfið en þurfa jafn- framt að reiða sig á aðferðir þess til þess að koma gagnrýninni á framfæri. 69 Sjá t.d. Peter Brooker og Andrew Thacker, „General Introduction“, bls. 1. Suz- anne W. Churchill og Adam McKible halda því þó fram að litlu tímaritin eigi yfirleitt tvennt sameiginlegt, margbrotið samband við stærri hóp almennings sem fylgi meginstraumum og álíka flókið samband við peningaöflin. Sjá Suzanne W. Churchill og Adam McKible, „Introduction“, bls. 7. ÞRÖSTUR HELGASON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.