Peningamál - 01.11.2000, Síða 7

Peningamál - 01.11.2000, Síða 7
reynslan að spár um skammtímagengisbreytingar eru næsta gagnslitlar þegar gengi ræðst að verulegu leyti af markaðsöflum. Til skamms tíma er óbreytt gengi að jafnaði skásta spáin. Í öðru lagi er ekki æskilegt að Seðlabankinn opinberi hugsanlegar aðgerðir á gjald- eyrismarkaði eða í vaxtamálum í gegnum verðbólgu- spárnar, þ.a. umfram þau vikmörk sem stefnan í gengismálum kveður á um (±9% frá miðgengi). Vegna þess hve gengi krónunnar hefur lækkað undanfarna mánuði, þrátt fyrir nokkra hækkun í byrjun mánaðarins, verður þessi tæknilega forsenda til þess að spáð er heldur meiri verðbólgu yfir næsta ár en gert var í ágúst. Á móti kemur að þriðji fjórð- ungur þessa árs kom mun betur út en spáð var, eins og komið hefur fram. Því er nú aðeins reiknað með 4,5% hækkun vísitölu neysluverðs yfir árið 2000, samanborið við 5,6% í spánni sem birt var í ágúst, auk þess sem það hefur þau áhrif að hækkun árs- meðaltals vísitölunnar verður nánast hin sama á þessu og næsta ári eða 5,2% og 5,1%. Á næsta ári er reiknað með 4,6% hækkun yfir árið eða u.þ.b. jafn- mikilli verðbólgu og á þessu ári. Þegar líða tekur á næsta ár er gert ráð fyrir nokkurri hjöðnun verðbólgu og að hún verði komin niður í 3% undir lok ársins 2002. Auk stöðugs gengis er í þessari spá gert ráð fyrir rúmlega 7% hækkun launa á þessu ári og hækkun um rúmlega 5% á því næsta. Það felur í sér að reiknað er með heldur minna launaskriði á næsta ári en verið hefur á þessu. Gert er ráð fyrir að framleiðni vaxi heldur hægar en undanfarið eða um 1% á ári næstu tvö árin. Miðað við ofangreindar forsendur eru horfur á að verðbólga verði enn um sinn töluvert meiri hér á landi en í helstu viðskiptalöndum og meiri en svo að viðunandi sé. Launaþróun er að mestu leyti ákvörðuð af kjarasamningum sem þegar hafa verið gerðir og því tæpast hægt að reikna með umtalsvert hagstæðari verðþróun en gert er í grunnspánni nema gengi krón- unnar hækki miðað við það gengi sem miðað er við í spánni. Sé gengið út frá sömu forsendum og notaðar eru í grunnspánni, en gengi krónunnar leyft að hækka um 0,7% frá 1. nóvember til áramóta, 1,5% yfir árið 2001 og 2% árið eftir yrði verðbólguhraðinn kominn niður í tæp 4% í lok næsta árs og 2½% í lok ársins 2002 og fer þá að nálgast þá verðbólgu sem er í helstu viðskiptalöndum okkar. Það er umhugsunarefni hvort sú forsenda að launaskrið haldist óbreytt eða jafnvel minnki á næsta ári sé raunhæf. Til þess að meta þessa áhættu er gagnlegt að skoða niðurstöður líkans sem spáir verð- bólgu og launaþróun að teknu tilliti til eftirspurnar- spennu og atvinnustigs. Sé miðað við þær forsendur sem notaðar eru í þjóðhagsáætlun fyrir 2001 um atvinnuleysi á árunum 2001-2004 spáir líkanið hækkun launa um 11-12% árin 2001-2002 og að verðbólga aukist í rúmlega 8% á næsta ári, en hjaðni árin á eftir. Í þessum reikningum er ekkert tillit tekið til þeirra kjarasamninga sem liggja fyrir til loka árs- 6 PENINGAMÁL 2000/4 Tafla 1 Verðbólguspá Seðlabanka Íslands Ársfjórðungsbreytingar Breyting Breyting frá frá fyrra Ársfjórðungs- sama árs- ársfjórð- Vísitölu- breyting á árs- fjórðungi ungi (%) gildi grundvelli (%) árið áður (%) 2000:1 1,1 196,0 4,3 5,8 2000:2 1,4 198,8 5,9 5,7 2000:3 0,5 199,8 2,1 4,5 Ársbreytingar (%) Ár Milli ára Yfir árið 1997 1,8 2,2 1998 1,7 1,3 1999 3,4 5,8 Skyggt svæði sýnir spá. 2000:4 1,5 202,8 6,1 4,6 2001:1 1,3 205,5 5,4 4,9 2001:2 1,4 208,4 5,7 4,8 2001:3 1,2 210,8 4,8 5,5 2001:4 1,1 213,1 4,4 5,1 2000 5,2 4,5 2001 5,1 4,6 2002 3,6 3,1 Tafla 2 Helstu forsendur verðbólguspár Prósentuhækkun yfir árið 2000 2001 2002 Samningsbundin laun ..................... 5,3 3,8 3,7 Launaskrið ...................................... 2,0 1,5 1,0 Innlend framleiðni .......................... 2,0 1,0 1,0 Innflutningsverð í erlendri mynt .... 3,0 2,5 1,5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.