Peningamál - 01.11.2000, Síða 27

Peningamál - 01.11.2000, Síða 27
26 PENINGAMÁL 2000/4 Aukið aðhald ætti að minnka óvissu Með hækkun stýrivaxta Seðlabankans í byrjun nóv- ember jókst aðhald peningastefnunnar. Stýrivöxtum bankans var síðast breytt í júní sl. Vextir Seðlabank- ans eru um þessar mundir þeir hæstu sem þekkjast í iðnríkjunum og aðhald þeirra er mikið. Aðhaldssöm peningamálastefna ein og sér hefur þó ekki nægt til að hemja verðbólgu og viðhalda tiltrú á stöðugleika efnahagslífsins. Viðvarandi viðskiptahalli er stærra vandamál en svo að hægt sé með peningamála- aðgerðum að eyða áhrifum hans á gengi krónunnar. Við þessi skilyrði er nauðsynlegt að verulegt aðhald sé í fjármálum hins opinbera, að launastefna sé ábyrg og að haldið sé aftur af lánsfjárframboði. Vaxtamunur við útlönd eykst á ný við vaxtahækkun hérlendis Vaxtamunur við útlönd hafði minnkað verulega fram að vaxtahækkuninni í byrjun nóvember. Erlendir seðlabankar hafa margir hverjir hækkað stýrivexti sína frá því um mitt árið. Norski seðlabankinn hækk- aði stýrivexti sína um 50 punkta 9. ágúst og aftur um 25 punkta 20. september. Japanski seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta 11. ágúst. Danski seðlabankinn hækkaði vexti sína nokkrum sinnum alls um 80 punkta. Evrópski seðlabankinn hefur hækkað vexti tvisvar samtals um 50 punkta. Vaxtamunur á millibankamarkaði þriggja mánaða inn- og útlána hér á landi og í helstu viðskiptalöndum varð hvað mestur eftir miðjan júlí, 6,2%, fór síðan minnkandi og var 5,5% fyrir vaxtahækkun í lok októ- ber en hækkaði við þá aðgerð og er nú 6,3%. Vaxta- munurinn minnkaði um tíma, ekki aðeins vegna hækkunar vaxta erlendis, því að vextir lengri lána á millibankamarkaði fyrir krónur lækkuðu einnig hér á landi. Mynd 2 sýnir þróun vaxtamunar íslenskra og erlendra ríkisvíxla og samsvarandi þróun vaxtamun- ar á millibankamarkaði frá maí til 1. nóvember. Vaxtabreytingar á krónumarkaði vegna væntinga um vaxtahækkun Hræringarnar á gjaldeyrismarkaðnum í júlí í sumar virðast hafa leitt til þess að aðilar að millibanka- markaði með krónur hafi búist við hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Þessar væntingar leiddu til hækkunar vaxta á lánasamningum á millibankamarkaði sem eru til lengri tíma en eins mánaðar en ávöxtun skemmri lána hefur flökt í kringum 11% líkt og undanfarna mánuði. Vextir á lengri lánum héldust á milli 11,8% og 12,0% frá miðjum júlí og fram í byrjun september. Þegar líða tók á ágúst virtust markaðsaðilar róast nokkuð og væntingar um hækkun Seðlabankavaxta dvínuðu. Þetta leiddi að lokum til þess að vextir á lengri lánasamningum á krónumarkaði lækkuðu verulega þann 6. september. Þá var ávöxtun þriggja mánaða lána hærri en ávöxtun endurhverfra viðskipta við Seðlabankann. Þessi mismunur á ávöxtun endur- hverfra viðskipta og lána á millibankamarkaði varð til þess að markaðsaðilar gátu nýtt sér endurhverf viðskipti við Seðlabankann til að hagnast á krónu- markaði. Jafnvægi náðist á ný þegar innlánsvextir lækkuðu vegna aukinna viðskipta með þriggja mánaða lánasamninga. Mynd 3 sýnir þróun ávöxtun- ar lengri tíma samninga á krónumarkaði. Vaxtamunur milli íslenskra og erlendra skammtímavaxta frá maí til október 2000 03 -m aí- 00 17 -m aí- 00 31 -m aí- 00 13 -jú n- 00 27 -jú n- 00 12 -jú l-0 0 26 -jú l-0 0 09 -ág ú- 00 23 -ág ú- 00 06 -se p- 00 19 -se p- 00 04 -o kt- 00 18 -o kt- 00 5,2 5,4 5,6 5,8 6,0 6,2 6,4 6,6 % Mismunalína, ÍSL-ERL, ríkisvíxlar Mismunalína, ÍSL-ERL, millibankamarkaður Mynd 2 Þróun ávöxtunar lengri tíma samninga á krónumarkaði frá júlí 2000 Júlí Ágúst September Október 11,0 11,2 11,4 11,6 11,8 12,0 12,2 % 3M 6M 9 M 12 M Mynd 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.