Peningamál - 01.11.2000, Síða 32
PENINGAMÁL 2000/4 31
ar mundir að hluta til óbeint nýttar til að kaupa erlent
hlutafé. Þjóðarbúið er að takast á hendur skilyrðis-
lausa greiðslukröfu en fær á móti fyrirheit um ábata
þegar vel árar erlendis. Þessu fylgir áhætta fyrir þjóð-
arbúið í heild, einkum vegna sveiflna á vöxtum og
eignaverðum. Við hækkun vaxta hækkar ekki aðeins
greiðslubyrði lána, heldur lækkar eignaverð gjarnan
samhliða vaxtahækkunum. Þá er stór hluti erlendrar
hlutafjáreignar þjóðarinnar á hendi lífeyrissjóða.
Vegna aldursdreifingar sjóðfélaga eru litlar líkur á að
hin erlenda fjárfesting verði dregin til baka í náinni
framtíð til að greiða lífeyri. Íslenskir eigendur erlends
hlutafjár og skuldarar hinna erlendu lána eru því
aðskildir hópar, og því litlar líkur á að eignir annars
bjargi miklu ef hinn lendir í vandræðum. Hér er því
um ákveðna áhættu fyrir þjóðarbúið að ræða.
Aukin útlán lánastofnana hafa á undanförnum árum
verið fjármögnuð erlendis í ríkum mæli. Fyrstu sjö
mánuði ársins í ár var þessi tilhneiging svipuð og á sama
tíma í fyrra, enda hefur ríkissjóður greitt upp enn meira
af innlendum skuldum en í fyrra en einkavætt minna. Á
sama tíma hefur staða stærstu lánastofnananna gagnvart
útlöndum ekki aðeins versnað, heldur hefur tímalengd
útistandandi lána verið að styttast. Þetta sést á töflu 2
sem sýnir erlendar eignir og skuldir sex stærstu lána-
stofnana sem eru til greiðslu innan eins árs. Nettóstaðan
var neikvæð um 95 ma.kr. í lok júní og hafði versnað
umtalsvert frá áramótum. Hún nam nær þreföldum
gjaldeyrisforða Seðlabankans sem er mun verra en um
áramót eða á sama tíma árið áður. Ef litið er á nettó
erlenda stöðu til skemmri tíma en 3 mánaða er staðan
enn verri. Hún var neikvæð sem nemur 133% af
gjaldeyrisforða Seðlabankans í lok júní samanborið við
36% neikvæða stöðu á sama tíma árið áður. Tveir við-
skiptabankar hafa nýlega tekið erlend lán til langs tíma
og ætla má að erlend skammtímastaða bankanna batni
þegar andvirði þeirra kemur til útborgunar.
IV. Útlánaþróun
Útlánaþensla hefur ekkert hjaðnað. Sé tekið tillit til
sameiningar Íslandsbanka og FBA nam tólf mánaða
aukning útlána innlánsstofnana til loka september
rúmum 27% sem er heldur meira en var á fyrstu mán-
uðum ársins, en fram undir sumar var tólf mánaða
aukningin á bilinu 22-24%. Fyrstu sjö mánuði ársins
hækkuðu útlán fjárfestingarlánasjóða og innláns-
stofnana til fyrirtækja um 10% umfram verðbólgu
sem er álíka og á sama tíma 1999 og svarar til 38
ma.kr. Þessa sömu mánuði hækkuðu útlán þessara
stofnana til einstaklinga um tæp 9% umfram verð-
bólgu eða sem svarar 36 ma.kr. Hækkunin á sama
tíma í fyrra var tæp 6% umfram verðbólgu. Því verð-
ur ekki annað sagt en að enn sé fullur kraftur í útlána-
þenslunni. Tölur fyrir innlánsstofnanir síðustu 3
mánuði eru á sama veg, 3,9% raunhækkun útlána til
des.95 jún.96 des.96 jún.97 des.97 jún.98 des.98 jún.99 des.99 jún.00
0
10
20
30
40
-10
-20
-30
-40
-50
Ma.kr.
Seðlabankinn Lánastofnanir Aðrir geirar Nettóstaða
Erlend skammtímastaða þjóðarbúsins
Mynd 1
Tafla 2 Erlendar eignir og skuldir til greiðslu
innan árs. Sex stærstu lánastofnanirnar
30. júní 31. des. 30. júní 31. des. 30. júní
1998 1998 1999 1999 2000
Nettóstaða, ma.kr. ..... -39,8 -37,8 -35,0 -50,6 -94,6
% af niðurstöðu
efnahagsreiknings ..... -8,2 -6,4 -5,4 -6,7 -10,7
% af gjaldeyrisforða .. -120 -128 -113 -141 -285
Heimild: Fjármálaeftirlitið.
J FMAMJ J ASOND J FMAMJ J ASOND J FMAMJ J ASOND J FMAMJ J AS
1997 1998 1999 2000
0
5
10
15
20
25
30
%
12 mánaða raunaukning útlána
innlánsstofnana 1997-2000
Mynd 2