Peningamál - 01.11.2000, Side 39
38 PENINGAMÁL 2000/4
festu og gengissigs.2 Til að endurreisa fjármálakerfið
eftir verulega rýrnun fjárstofna í kjölfar verðbólgu á
sjöunda og áttunda áratugnum var verðtrygging
almennt heimiluð á árinu 1979, fyrst á langtíma-
skuldbindingum en stuttu síðar á inn- og útlánum til
skamms tíma. Verðtrygging fól í sér aukinn sveigjan-
leika í vaxtamálum en grunnvextir verðtryggðra
skuldbindinga voru enn bundnir af vaxtaákvörðunum
Seðlabankans allt fram til 1986. Þrátt fyrir mikla
útbreiðslu verðtryggingar var því enn ójafnvægi á
fjármagnsmarkaðnum.3
Þegar lagabreytingarnar voru gerðar á árinu 1986
voru engir virkir fjármálamarkaðir á landinu aðrir en
hefðbundnir inn- og útlánamarkaðir. Peninga-, verð-
bréfa-, og gjaldeyrismarkaðir voru ekki til. Verð-
bréfaþingi Íslands hafði að vísu verið komið á fót á
árinu 1985 en sáralítil viðskipti höfðu orðið á þing-
inu. Til að greiða fyrir viðskiptum með ríkisskulda-
bréf gerðist Seðlabankinn viðskiptavaki með ríkis-
skuldabréf á þinginu. Þessi afskipti bankans leiddu til
þess að vísbending fékkst um markaðsávöxtun verð-
tryggðra ríkisskuldabréfa4 og sú ávöxtun varð fljót-
lega viðmiðun fyrir lánastofnanir fyrir ákvörðun
verðtryggðra vaxta á út- og innlánum. Í upphafi var
það ekki ætlun Seðlabankans að hafa bein áhrif á
ávöxtun ríkisskuldabréfa en væri bankinn hreinn
seljandi eða kaupandi var það augljóslega hægt í ljósi
þess hversu grunnur skuldabréfamarkaðurinn var á
þessum árum. Hrein viðskipti Seðlabankans með
4. Öll útgefin íslensk ríkisskuldabréf voru verðtryggð á þessu tímabili.
Útgáfa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hófst ekki á ný fyrr en 1995.
Verðbréfamarkaður: Verðbréfaþing Íslands var stofnað
árið 1985. Seðlabankinn var fyrsti viðskiptavakinn 1986
á þinginu. Ríkisvíxlar voru skráðir á þinginu árið 1987 og
var Seðlabankinn viðskiptavaki þeirra. Húsbréf voru
skráð á þinginu árið 1989 og voru Landsbréf hf. við-
skiptavaki samkvæmt samningi við Húsnæðisstofnun
ríkisins. Fyrstu hlutabréfin voru skráð 1990. Seðla-
bankinn hætti viðskiptavakt með ríkisskuldabréf árið
1996, en nokkrir markaðsaðilar tóku við hlutverki hans.
Sumarið 2000 buðu Lánasýsla ríkisins og Íbúðalána-
sjóður út verkefni viðskiptavaka fyrir ríkisskuldabréf,
húsbréf og húsnæðisbréf. Þá bauð Lánasýsla ríkisins út
verkefni aðalmiðlara fyrir ríkisvíxla í október árið 2000
og samhliða því er áformað að Seðlabankinn hætti við-
skiptavakt með ríkisvíxla.
Gjaldeyrismarkaður: Gjaldeyrismarkaður var settur á
laggirnar í maí 1993 og starfar samkvæmt reglum sem
settar eru af Seðlabankanum. Skilaskylda leyfishafa
gjaldeyris á gjaldeyri var afnumin um leið. Markaðs-
aðilar voru í upphafi viðskiptabankarnir þrír, Lánastofn-
un sparisjóðanna og Seðlabankinn. Gengi krónunnar var
skráð á daglegum viðskiptafundum í Seðlabankanum en
viðskipti voru frjáls milli banka utan funda. Gjaldeyris-
markaðurinn var endurskipulagður vorið 1997, þegar
markaðsaðilar, sem þá voru orðnir 5 auk Seðlabankans,
gerðust viðskiptavakar. Þá var komið á fót tölvuvæddu
upplýsingakerfi um leiðbeinandi verðtilboð sem Seðla-
bankinn styðst við þegar hann skráir opinbert viðmiðun-
argengi krónunnar á milli kl. 10.45 og 11 að morgni hvers
viðskiptadags. Aðilum á gjaldeyrismarkaði hefur fækkað
á þessu ári og eru nú 5 að Seðlabankanum meðtöldum.
Krónumarkaður: Krónumarkaðurinn er millibankamark-
aður með skammtíma inn- og útlán á milli lánastofnana.
Markaðurinn var settur á laggirnar í júní 1998. Hann star-
far á grundvelli reglna sem Seðlabankinn setti í samstarfi
við markaðsaðila. Hlutverk Seðlabankans er þó eingöngu
að skipuleggja markaðinn með hliðstæðum hætti og
Verðbréfaþingið gerir varðandi verðbréfamarkaðinn.
Markaðsaðilar eru nú 7, þ.e. viðskiptabankarnir fjórir,
tveir sparisjóðir og Kaupþing hf. Viðskipti eru með
bindi- eða lánstíma til eins dags, viku, mánaðar, 3 mán-
aða, 6 mánaða og 12 mánaða. Markaðsaðilar setja fram
leiðbeinandi vaxtaboð með lifandi hætti innan dags í allar
þessar tímalengdir. Lágmarkstilboðsfjárhæðir eru skil-
greindar og hámarksvaxtabil, 0,25 prósentustig, er sett á
lánstíma umfram 1 mánuð. Verslað er með innstæður á
viðskiptareikningum í Seðlabankanum og sér hann um
frágang viðskipta samkvæmt fyrirmælum markaðsaðila.
Rammi 1 Uppbygging skipulegra fjármálamarkaða
2. Verðbólgu og verðbólguhjöðnun á Íslandi er lýst í: Palle S. Andersen og
Már Guðmundsson (1998), „Inflation and Disinflation in Iceland“,
Working Papers, 1, Seðlabanki Íslands.
3. Sjá grein Bjarna Braga Jónssonar (1998), „Verðtrygging lánsfjármagns
og vaxtastefna á Íslandi“, sérrit 3, Seðlabanki Íslands.