Peningamál - 01.11.2000, Síða 43

Peningamál - 01.11.2000, Síða 43
Seðlabankinn hefur ekki gert inngripsstefnu sína á gjaldeyrismarkaðnum opinbera að öðru leyti en því að hann hlýtur að reyna að verja þau vikmörk sem gengisvísitölunni eru sett. Tilgangur inngripa seðla- banka á gjaldeyrismarkaði getur verið tvíþættur, ann- ars vegar að verja tiltekin mörk gengisins og hins vegar að draga úr sveiflum gengis til þess að koma í veg fyrir að miklar hreyfingar gengisins magnist vegna viðbragða markaðsaðila, þ.e. að koma í veg fyrir hræðsluviðbrögð á markaðnum. Það er heldur ekki venja þeirra seðlabanka sem hafa gengi sem markmið við stjórn peningamála að lýsa íhlutunar- stefnu sinni þar sem slíkt myndi skapa hættur fyrir gengisstefnuna. Seðlabankinn hefur hins vegar upp- lýst jafnóðum um inngrip sín þegar þau hafa átt sér stað. Yfirlit yfir stjórntækin Stjórntækjum Seðlabankans má í meginatriðum skipta í tvennt: Annars vegar föst viðskiptaform og hins vegar markaðsaðgerðir. Eftir breytingarnar árið 1998 eru föst viðskiptaform Seðlabankans fjögur, þ.e. viðskiptareikningar, daglán, innstæðubréf og bindiskylda. Tiltækar markaðsaðgerðir Seðlabankans felast í inngripum hans á mörkuðum, þ.e. skulda- bréfamarkaði, ríkisvíxlamarkaði og gjaldeyrismark- aði, og í endurhverfum viðskiptum. Eins og áður sagði hefur Seðlabankinn lítil af- skipti haft af skuldabréfamarkaðnum allt frá 1995 en er enn viðskiptavaki á ríkisvíxlamarkaðnum þótt nú hilli undir að því ljúki. Þá hafa viðskipti hans á gjald- eyrismarkaði minnkað til muna og eru fátíð eftir breytinguna sem gerð var 1997 og áður er lýst. Viðskiptareikningar lánastofnana Hlutverk viðskiptareikninga lánastofnana í Seðla- bankanum er tvíþætt. Annars vegar geyma þeir lausafé lánastofnana sem afgangs er í dagslok og ekki er hægt að festa til skamms eða lengri tíma með öðrum og arðbærari hætti. Hins vegar eru þessir reikningar uppgjörsreikningar vegna viðskipta milli lánastofnana og Seðlabankans. Greiðsluuppgjör jöfn- unarinnar á milli lánastofnana fer um þessa reikninga sem og greiðsluuppgjör vegna viðskipta á milli lána- stofnana og uppgjör viðskipta þeirra við Seðlabanka. Yfirdráttur á þessum reikningum er óheimill og komi til hans verða lánastofnanir að taka daglán með refsi- gjaldi sem vaxtafært er til baka um einn dag. Vaxta- kjör þessara reikninga mynda lágmarksvexti á dag- lánum á millibankamarkaði þar sem ekki er ástæða fyrir þátttakendur á þeim markaði að sætta sig við lægri vexti en bjóðast á þessum reikningum. Vextir viðskiptareikninga eru auglýstir og tilkynntir fyrir- fram. Daglán Lánastofnanir í viðskiptum við Seðlabankann eiga kost á daglánum gegn því að þær leggi fram verðbréf sem Seðlabankinn sættir sig við til tryggingar. Þessi verðbréf eru þau sömu og hæf eru í endurhverfum viðskiptum. Engar takmarkanir eru á fjárhæð daglána svo lengi sem lánastofnanir eiga veðhæf verðbréf. Vextir daglána eru tilkynntir fyrirfram. Vextir dag- lána mynda hámark á lánum til eins dags á krónu- markaðnum þar sem ekki er ástæða til fyrir lána- stofnanir að taka lán til eins dags með hærri vöxtum nema þær eigi ekki hæf verðbréf til veðsetningar. Með vöxtum viðskiptareikninga og daglána myndar Seðlabankinn neðri og efri mörk fyrir dag- lánavexti á millibankamarkaðnum og kemur þar með í veg fyrir of miklar sveiflur þeirra vaxta. Of miklar sveiflur millibankavaxta gætu haft truflandi áhrif á lána- og verðbréfamarkaðinn og skapað óvissu um stefnu Seðlabankans í peningamálum. Innstæðubréf Lánastofnanir í viðskiptum við Seðlabankann eiga þess kost að kaupa innstæðubréf af Seðlabankanum. Innstæðubréfin eru óstöðluð skuldabréf með föstum vöxtum og eru ekki skráð á Verðbréfaþingi. Þau eru 42 PENINGAMÁL 2000/4 Mynd 3 M AM J J Á S O N D J F M AM J J Á S O N D J F M AM J J Á S O 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 % Viðskiptareikningur lánastofnana Daglán Seðlabankans Daglán á millibankamarkaði (REIBOR O/N) Vextir á peningamarkaði 1998-2000 1998 1999 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.