Peningamál - 01.11.2000, Side 44

Peningamál - 01.11.2000, Side 44
seld þegar lánastofnanir óska þess en Seðlabankinn áskilur sér rétt til að taka þau úr sölu án fyrirvara. Tilgangur innstæðubréfanna er tvíþættur: Annars vegar að setja gólf undir ávöxtun á þriggja mánaða kostum á peningamarkaði og hins vegar að tryggja að alltaf séu til staðar ríkistryggð peningamarkaðsbréf með þriggja mánaða binditíma. Bindiskylda Bindiskylda er kvöð á lánastofnanir um að eiga til- tekna fjárhæð á reikningi í seðlabanka, sem miðuð er við einhverja stærð úr efnahag þeirra stofnana sem skyldan nær til. Veigamiklar breytingar voru gerðar á fyrirkomu- lagi bindiskyldu hér á landi á árinu 1998 í tengslum við þær breytingar sem þá voru gerðar á stjórntækj- um bankans. Fram til þess tíma hafði bindiskylda einungis náð til innlánsstofnana, verið krafa um að tiltekin innstæða væri bundin á reikningi í Seðla- bankanum og eingöngu náð til innlends ráðstöfunar- fjár innlánsstofnana. Við breytinguna 1998 var gild- issvið bindiskyldu útvíkkað þannig að hún tekur nú til allra lánastofnana annarra en þeirra sem eru háðar framlögum á fjárlögum vegna starfsemi sinnar. Þá var grundvöllur bindiskyldunnar útvíkkaður þannig að hann nær í grófum dráttum til niðurstöðu efna- hagsreikningsins að frádregnu eigin fé og milli- bankaskuldum við innlendar bindiskyldar stofnanir. Þessar tvær breytingar miðuðu að því að auka jafn- ræði milli lánastofnana og koma í veg fyrir að stofn- anir leituðu eftir erlendu ráðstöfunarfé vegna bindi- hagræðis. Þá var horfið frá að bindifjárhæð væri „fryst“ á Seðlabankareikningum en þess í stað er bindiskyldum stofnunum gert að eiga að lágmarki til- tekna innstæðu að meðaltali á hverju binditímabili. Binditímabilið er frá 21. hvers mánaðar til 20. næsta mánaðar á eftir. Bindifjárhæð hvers mánaðar er reiknuð út á grundvelli upplýsinga úr efnahagsreikn- ingi í lok mánaðarins á undan. Megintilgangur þess að heimila lánastofnunum að uppfylla bindiskylduna PENINGAMÁL 2000/4 43 Föst viðskiptaform: Viðskiptareikningar: Geyma óráðstafað fé lánastofnana. Uppgjörsreikningar vegna greiðslujöfnunar milli innláns- stofnana og millibankaviðskipta, þar á meðal viðskipta við Seðlabanka. Vextir þessara reikninga mynda gólf fyr- ir daglánavexti á millibankamarkaðnum. Daglán: Veitt að ósk lánastofnana, tryggð með sömu verðbréfum og hæf eru í endurhverfum viðskiptum. Vext- ir daglána mynda þak á daglánavöxtum á millibanka- markaðnum. Innstæðubréf: Lánstími 90 dagar. Seld að ósk lánastofn- ana. Óskráð bréf en hæf í endurhverfum viðskiptum. Hlutverk að setja gólf undir ávöxtun þriggja mánaða vaxta á peningamarkaði. Bindiskylda: Lögð á lánastofnanir sem ekki eru háðar fjárlögum í rekstri sínum. Bindigrunnur er niðurstöðutala efnahags að frádregnu eigin fé, millibankaskuldum og ýmsum uppgjörsliðum. Miðað er við stöðu í lok fyrri mánaðar. Bindihlutföll: Sá hluti bindigrunns sem bundinn er til eins árs eða lengur, 1,5%, afgangur 4%. Binditímabil: 21. dagur hvers mánaðar til 20 næsta mánaðar. Meðalinnstæða á bindireikningi skal ná tilskilinni bindi- fjárhæð. Vextir: Auglýstir fyrirfram af Seðlabanka og færðir mánaðarlega. Markaðsaðgerðir: Viðskipti á verðbréfamarkaði: Takmarkast við ríkis- tryggð verðbréf. Seðlabanki er enn viðskiptavaki ríkis- víxla en viðskipti með ríkisskuldabréf fátíð. Inngrip á gjaldeyrismarkaði: Óregluleg og eru ekki til- kynnt fyrirfram en upplýst um þau eftirá. Hlutverk þeirra er að styðja stefnu Seðlabankans í gengismálum. Endurhverf viðskipti: Vikuleg uppboð eru á 14 daga samningum. Hæf verðbréf eru ríkistryggð bréf með virkri viðskiptavakt á Verðbréfaþingi Íslands, samkvæmt sérstakri skrá sem Seðlabankinn auglýsir. Uppboðin geta verið ýmist fastverðsuppboð eða uppboð þar sem heildar- fjárhæð framboðinna samninga er tilkynnt. Fastverðs- uppboð hafa verið reglan til þessa. Rammi 4 Yfirlit yfir stjórntæki Seðlabanka Íslands
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.