Peningamál - 01.11.2000, Síða 46

Peningamál - 01.11.2000, Síða 46
PENINGAMÁL 2000/4 45 1. Inngangur Á undanförnum árum hefur skilningur aukist á mik- ilvægi stofnanauppbyggingar og regluumhverfis hagkerfa fyrir árangur í efnahagsmálum (sjá t.d. rit- safn Perssons og Tabellinis, 1994). Hin hagræna grunnhugsun á bak við þessa þróun er skilningur á nauðsyn þess að byggja inn í ákvarðanatöku einstakl- inga, fyrirtækja og hins opinbera hvata til að taka þær ákvarðanir sem líklegastar eru til að stuðla að sem mestri hagkvæmni. Umræðan um stofnanauppbyggingu peninga- málastjórnar er hluti af þessari þróun. Áhrif stjórn- tækja peningamála eru yfirleitt lengi að koma fram og barátta við verðbólgu getur verið sársaukafull til skamms tíma á meðan ávinningur stöðugs verðlags kemur einungis fram yfir langan tíma.2 Því er nauð- synlegt að byggja framsýna langtímahugsun inn í hina peningapólitísku ákvarðanatöku. Einungis í því tilviki er tryggt að skammsýn sjónarmið sem hafa í för með sér langtímakostnað verði ekki ofan á í stjórn peningamála. Stjórnvöld æ fleiri ríkja hafa komist að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að byggja slíka hvata inn í stjórn peningamála sé að gera seðlabanka við- ÞÓRARINN G. PÉTURSSON1 Nýjar áherslur í starfsemi seðlabanka: Aukið sjálfstæði, gagnsæi og reikningsskil gerða 1. Höfundur er deildarstjóri hagrannsókna við hagfræðisvið Seðlabanka Íslands og lektor við Háskólann í Reykjavík. Höfundur vill þakka Gabriel Sterne veitta aðstoð við gagnaöflun og Jóni Steinssyni og mál- stofugestum á fyrirlestri í Seðlabanka Íslands 23. október árið 2000 fyrir gagnlegar ábendingar. Þær skoðanir sem hér koma fram eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. 2. Í samræmi við alþjóðlega umfjöllun er með verðstöðugleika í raun átt við litla og stöðuga verðbólgu, u.þ.b. 1-2%. Á undanförnum árum hafa átt sér stað miklar breytingar á starfsumhverfi seðlabanka víða um heim. Annars vegar hefur sjálfstæði þeirra til að beita stjórntækjum peningamála verið aukið. Hins vegar hefur verið lögð áhersla á að gagnsæi peningastefnunnar sé aukið og að bönkunum sé gert að standa reikningsskil gerða sinna. Með þessum breytingum er reynt að formfesta stefnu verðstöðugleika í stjórn peningamála og að auðvelda almenningi og kjörnum stjórnvöldum að hafa eftirlit með seðlabankanum. Þessi grein fjallar um þessa alþjóðlegu þróun og stöðu Seðlabanka Íslands í henni. Fjallað er um alþjóðlega rannsókn á lögum 94 seðlabanka víðs vegar um heiminn þar sem fram kemur að Seðlabanki Íslands mælist minnst sjálfstæði seðlabanki iðnríkja. Lagalegt sjálfstæði hans mælist sambærilegt við meðaltal þróunarríkja en minna en meðaltal umskiptaríkja Austur-Evrópu. Því virðist ljóst að Seðla- banki Íslands hefur setið eftir í þessari alþjóðlegu þróun og að gera þarf grundvallarbreytingar á lög- gjöf bankans eigi staða hans í stjórnkerfinu að vera sambærileg við stöðu seðlabanka flestra nágranna- ríkja okkar. Það er aðeins með slíkum breytingum að starfsumhverfi innlends fjármálakerfis getur með sanni talist að fullu sambærilegt við fjármálakerfi þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.