Peningamál - 01.11.2000, Side 49

Peningamál - 01.11.2000, Side 49
lönd sem höfðu tiltölulega ósjálfstæða seðlabanka, eins og Norðurlöndin, Bretland og Nýja Sjáland. Á síðustu árum hefur hins vegar orðið mikil breyting í átt að auknu sjálfstæði seðlabanka um allan heim. Meðal iðnríkja hefur sjálfstæði seðlabanka verið fært í sama horf og var fyrir hjá þeim sem áður nutu mests sjálfstæðis. Má þar nefna þá 11 seðlabanka sem eru aðilar að evrópska seðlabankanum (ECB), sem skipulagður er að fyrirmynd þess þýska, auk seðlabanka Svíþjóðar, Danmerkur, Ástralíu, Nýja Sjálands, Bretlands og Japans. Til marks um hina hröðu þróun í átt að auknu sjálfstæði seðlabanka meðal iðnríkja á síðustu árum má nefna að fyrir u.þ.b. tíu árum var seðlabanki Sviss einn allra sjálf- stæðasti seðlabanki iðnríkja, eins og sést á myndinni. Í dag er svissneski seðlabankinn um miðjan hóp iðn- ríkja (sjá t.d. Gehrig, 2000). Meðal annarra ríkja hafa einnig orðið gríðarlegar breytingar á síðustu árum. Þar má t.d. nefna Suður- og Mið-Ameríkuríkin Argentínu, Chíle, Ekvador, Kólumbíu, Perú, Venesúela og Mexíkó og Austur- Evrópuríkin Albaníu, Armeníu, Búlgaríu, Króatíu, Lettland, Tékkland, Slóvakíu, Slóveníu, Eistland, Ungverjaland, Pólland og Rúmeníu (sjá t.d. Loungani og Sheets, 1995). Mörg þessara ríkja hafa jafnvel tekið beint upp löggjöf þýska seðlabankans og gert að sinni.6 Sama þróun hefur einnig átt sér stað meðal þró- unarríkja. T.d. hefur sjálfstæði seðlabanka Indlands, Suður-Afríku og Úganda verið aukið töluvert á síðustu árum. Til marks um þessa þróun má nefna að í dag teljast seðlabankar Tékklands og Lettlands sjálfstæðustu seðlabankar veraldar, samkvæmt mati rannsóknarstofnunar Englandsbanka (CCBS, sjá Fry og félaga, 2000). Seðlabanki Svíþjóðar kemur í þriðja sæti og seðlabanki Ekvador í því fjórða. Þar á eftir koma seðlabankar Chíle, Japans og aðildarríkja ECB. 2.5. Mælingar á sjálfstæði seðlabanka Í þessari grein verður stuðst við rannsókn Frys og fél- aga (2000), sem byggist á þekktum eldri rannsóknum Grillis og félaga (1991) og Cukiermans (1992). Ástæðan fyrir því að stuðst er við hana er að um er að ræða umfangsmikla rannsókn sem byggist á gögnum frá árinu 1998 og nær til 94 ríkja víðs vegar um heiminn (þar á meðal Íslands). Hér er því um að ræða nýjustu fáanlegu upplýsingar í flestum tilvikum. Þó voru gögn fyrir aðildarríki EMU uppfærð til sam- ræmis við lögin um ECB sem tóku gildi í byrjun árs 1999. Rannsókn Frys og félaga byggist á því að vega saman staðlaða þætti í lagaumhverfi og uppbyggingu seðlabanka sem taldir eru gegna lykilhlutverki í að 48 PENINGAMÁL 2000/4 Hægt er að meta samband verðbólgu og sjálfstæðis seðla- banka með aðfallsgreiningu (metið með gögnum Alesinas og Summers, 1993). Slík tölfræðigreining gefur eftirfarandi niðurstöðu (tölur í svigum eru t-gildi) Verðbólga = 9,44 – 1,64 × Sjálfstæði R2 = 0,71 (13,6) (5,9) Eins og sjá má er tölfræðilega marktækt samband milli meðalverðbólgu iðnríkja 1955-1988 og sjálfstæðis seðla- banka þeirra og skýrir mismunandi fyrirkomulag seðla- bankasjálfstæðis um 70% af mismunandi meðalverð- bólgu iðnríkja á þessu tímabili. Tölfræðisambandið gefur til kynna að þau lönd sem voru með minnst sjálfstæðu seðlabankana á þessu tímabili voru með tæplega 8% verðbólgu að meðaltali á meðan þau lönd sem höfðu mest sjálfstæðu bankana voru með tæplega 3% verðbólgu að meðaltali. Ekkert sambærilegt samband fæst hins vegar á milli seðlabankasjálfstæðis og meðalhagvaxtar á tímabilinu Hagvöxtur = 3,98 – 0,15 × Sjálfstæði R2 = 0,02 (5,1) (0,5) Aukið sjálfstæði seðlabanka, og þar með minni verð- bólga, fæst því ekki á kostnað minni hagvaxtar, sem er í samræmi við fræðilegar kenningar. Rammi 1 Verðbólga, hagvöxtur og sjálfstæði seðlabanka samanber rannsókn Cukiermans (1992) á tengslum seðlabankasjálf- stæðis og verðbólgu í þróunarríkjum. 6. Hins vegar má velta því fyrir sér hversu lýsandi lagabókstafurinn er fyrir raunverulegt starfsumhverfi seðlabanka í sumum þessara landa,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.