Peningamál - 01.11.2000, Síða 59

Peningamál - 01.11.2000, Síða 59
58 PENINGAMÁL 2000/4 Ný sjónarmið Nokkrir þættir grundvallarreglnanna eru athyglis- verðir, m.a. vegna þess að þar gætir nýrrar hugsunar hjá seðlabönkum sem undirstrikar að nokkru þær breytingar sem orðið hafa á hlutverki þeirra og al- mennum viðhorfum til greiðslukerfa. Kjarnareglurn- ar eru því sem næst hlutlausar m.t.t. ólíkra tegunda greiðslukerfa en þróunin síðustu ár hefur fremur verið í átt til rauntímagreiðslukerfa sem seðlabankar einstakra landa eiga og reka og hafa skoðanir þeirra litast nokkuð af þessu. Lögð er áhersla á hagkvæmni greiðslukerfa og þar með er gefið undir fótinn með ólíkar lausnir eftir því hversu þróaður fjármálamark- aður er í hverju landi. Kjarnareglunum er ætlað að vera beitt á vanþróuðum fjármálamörkuðum jafnt sem þróuðum og því eru þær í raun algjört lágmark sem allir ættu að geta verið sáttir við. Megináherslan í kjarnareglunum er að vönduð vinnubrögð og traust umhverfi greiðslumiðlunar séu líkleg til að draga úr hættunni á kerfisbresti. „Kerfislega mikilvæg“ greiðslukerfi Eitt af þeim verkefnum sem bíða seðlabanka og ann- arra sem nærri greiðslukerfum koma er að skera úr um hvaða greiðslukerfi eru „kerfislega mikilvæg“ (Systemically Important Payment System). Í mörg- um löndum eru starfrækt nokkur greiðslukerfi og sum eru mikilvægari en önnur, sérstaklega þegar litið er til kerfisáhættu. Almennt séð er „kerfislegt mikil- vægi“ metið út frá því hvort líkur séu á að greiðslu- TÓMAS ÖRN KRISTINSSON1 Greiðslukerfi – ný viðmið 1. Höfundur er framkvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka Íslands. 2. Sjá: Tómas Örn Kristinsson, Greiðslumiðlun – þróun og staða, Pen- ingamál 2000/1. Allt frá því að Lamfalussy-skýrslan kom út 1990 hafa svokölluð Lamfalussy-skilyrði2 verið almennt viðurkenndur staðall fyrir greiðslujöfnunarkerfi. Lamfalussy-skilyrðin voru upphaflega lágmarksskil- yrði fyrir fjölhliða-, millilanda- og fjölmyntagreiðslujöfnunarkerfi en þau hafa hins vegar verið notuð sem viðmiðun við hönnun og rekstur flestra greiðslujöfnunarkerfa óháð því hvort þau eru fjölhliða-, millilanda- eða fjölmyntakerfi. Hins vegar hafa ekki verið til samsvarandi viðmið fyrir annars konar greiðslukerfi, t.d. rauntímagreiðslukerfi eða blönduð greiðslukerfi. Það hefur einnig vafist fyrir mörgum hvernig skilgreina eigi hlutverk og afskipti, t.d. seðlabanka eða annarra eftirlitsaðila af greiðslukerfum. Það var því tímabært framtak hjá Alþjóðagreiðslubankanum (Bank for International Settlements) að setja fram ný viðmið sem ekki aðeins náðu til greiðslujöfnunarkerfa, heldur greiðslukerfa almennt. Afurðin er nú að líta dagsins ljós og hafa „Kjarnareglurnar 10“ (10 Core Principles) verið til umsagn- ar hjá ýmsum aðilum um nokkurt skeið. Allar líkur eru á að þessari vinnu ljúki um næstu áramót og þá þurfa rekstraraðilar greiðslukerfa og seðlabankar víða um heim að hefja mat á því hvort þeirra kerfi uppfylli þessar reglur og bæta úr því sem á vantar. Þessar reglur ná þó aðeins til „kerfislega mikil- vægra“ greiðslukerfa. Þótt töluverð skörun sé á kjarnareglunum og Lamfalussy-skilyrðunum er þó verulegur munur á í nokkrum atriðum. Ætlast er til að kerfislega mikilvæg greiðslukerfi uppfylli þau skilyrði sem sett eru í reglunum innan „eðlilegs tíma“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.