Peningamál - 01.11.2000, Síða 65

Peningamál - 01.11.2000, Síða 65
64 PENINGAMÁL 2000/4 Nokkur hækkun hlutfallslegs verðlags er eðlileg í ljósi lífskjarabyltingar sem hefur orðið á Írlandi… Árangur Íra í efnahagsmálum sl. áratug er slíkur að hann stenst fyllilega samanburð við uppganginn í hraðvaxtarlöndum Asíu. Fyrir tveimur áratugum var Írland eitt af fátækustu löndum Vestur-Evrópu, en lífskjör þar nálgast nú óðum meðallífskjör í ESB- löndum. Árið 1993 var þjóðarframleiðsla á mann ennþá aðeins 60% af meðaltali Evrópusambandsins. Árið 1999 var hlutfallið komið upp í 90%. Þegar slík nálgun lífskjara á sér stað má gera ráð fyrir að verðlag í þeim löndum sem verr stóðu í upphafi hækki hlutfallslega miðað við hin betur stæðu lönd. Þar sem Írland hefur ekki lengur sjálfstæðan gjald- miðil getur aðlögun verðlags einungis orðið fyrir til- stilli verðbreytinga. Að hluta til má því líta á aukna verðbólgu á Írlandi sem aðlögun að verðlagi þeirra evrulanda sem best standa. …en mikill hagvöxtur og tímabundnar aðstæður ráða mestu um aukna verðbólgu nú Tilhneiging til aðlögunar að verðlagi í helstu löndum myntbandalagsins er þó tæpast nema meðverkandi þáttur þeirrar verðbólguuppsveiflu sem nú stendur yfir. Helstu ástæður þess að verðbólga hefur aukist jafn skyndilega og raun ber vitni eru að líkindum eftirfarandi: • Skammtímavextir á Írlandi, sem ráðast af vöxtum á evrusvæðinu í heild, eru lágir með hliðsjón af þeim hagvexti sem verið hefur undanfarin ár. Miðað við verðbólgu síðustu 12 mánaða eru skammtímaraunvextir neikvæðir. ARNÓR SIGHVATSSON1 Írland: Er stöðugleikinn í hættu? 1. Höfundur er deildarstjóri á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Efnahagsleg velgengni Íra sl. áratug er að flestu leyti öfundsverð. Hagvöxtur hefur þar verið meiri en í nokkru öðru OECD-landi og lífskjör batnað hröðum skrefum. Nýlega hefur þó einn skugga borið á þessa velgengni. Verðbólga hefur aukist mjög á sl. ári. Í september sl. mældist 12 mánaða verðbólga 6,2%, þriðja mánuðinn í röð. Á mælikvarða hinnar samræmdu vísitölu neysluverðs EES-landa var verðbólgan 5,5%, en undirliggjandi verðbólga, þ.e.a.s. að undanskildum tímabundnum þáttum, er nokkru minni. Þróun mála á Írlandi er áhugaverð vegna stöðu landsins á jaðri Efnahags- og myntbandalags Evrópu og sakir þess að við stofnun myntbandalagsins var staða efnahagsmála þar frábrugðnari löndunum sem mynda kjarna myntbandalagsins en í nokkru öðru aðildarlandi. Hvernig Írlandi vegnar innan banda- lagsins er því nokkur prófsteinn á getu þess til að kljást við vandamál sem fylgja sameiginlegri peningastefnu landa sem eru mismunandi að gerð og voru við stofnun myntbandalagsins stödd á mis- munandi stigi hagsveiflunnar. Í aðdraganda stofnunar EMU þurftu Írar að lækka vexti umtalsvert, þrátt fyrir að hagvöxtur væri með eindæmum ör og flestar aðstæður krefðust aðhaldssamrar peningastefnu. Í þessari grein er nýlegri efnahagsþróun á Írlandi lýst, lagt mat á hvort aukin verðbólga ógni stöðug- leika efnahagsmála til lengri tíma litið og hvaða þýðingu aðilds landsins að Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu hefur í því sambandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.