Peningamál - 01.11.2000, Page 70
PENINGAMÁL 2000/4 69
ágalla verður að vega á móti kostum þess að tilheyra
myntbandalagi. Ekki er þó sjálfgefið að Írland væri í
betri stöðu til að kljást við þann vanda sem nú ógnar
einna helst stöðugleikanum þótt landið hefði sjálf-
stæðan gjaldmiðil. Stærsti vandinn kann að vera póli-
tísks eðlis, í löndum þar sem aðild að myntbandalagi
er mjög umdeild. Ekki verður annað séð en að þokka-
lega góð sátt ríki um aðild Írlands að myntbandalag-
inu. Tímabundin vandamál sem aðildinni fylgja eru
því ólíkleg til að leiða til pólitískra átaka um áfram-
haldandi aðild landsins að myntbandalaginu er stuðl-
að gætu að upplausn þess. Hins vegar er líklegt að
eignaverðbólga síðustu ára muni hafa einhver eftir-
köst er fram líða stundir.
Heimildir
European Central Bank: Asset Prices and Banking
Stability, apríl 2000. http://www.ecb.int/.
Hagstofa Írlands, vefsíður. http://www.cso.ie/.
Ireland: Selected Issues and Statistical Appendix, Staff
Country Report nr. 00/99, ágúst 2000
http://www.imf.org/external/country/IRL/index.htm.
Ireland: Staff Report for the 2000 Article IV Consultation,
IMF Staff Country Report nr. 00/97, ágúst 2000.
http://www.imf.org/external/country/IRL/index.htm.
OECD Economic Outlook, OECD, júní 2000.
Seðlabanki Írlands, vefsíður. http://www.centralbank.ie/-
index.htm.