Peningamál - 01.11.2002, Síða 89

Peningamál - 01.11.2002, Síða 89
Þýðir þetta dauðadóm hugmyndarinnar um einn seðlabankastjóra? Já, ef við erum að tala um að einn maður taki allar ákvarðanir í peningamálum. Nei, ef við erum að tala um einn aðalbankastjóra sem hefur peningastefnunefnd með sér til að taka þessar ákvarðanir. Þannig er fyrirkomulagið t.d. í Banda- ríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð, svo að dæmi séu tekin. Þannig eiga t.d. níu meðlimir sæti í peninga- stefnunefnd Englandsbanka, þ.e. seðlabankastjórinn, tveir varaseðlabankastjórar, aðalhagfræðingur, yfir- maður peningamálaaðgerða og fjórir utanaðkomandi sérfræðingar. Flestir meðlimir peningastefnunefnda þessara þriggja banka eru hagfræðingar með reynslu af hagstjórn, rannsóknum eða af fjármálamarkaði. Sérfræðingar á sviði þjóðhagfræði, hagstjórnar og seðlabankastarfsemi eru fleiri en eiginlegir við- skiptabankamenn, enda eru þær ákvarðanir sem þess- ar nefndir taka eðlisólíkar ákvörðunum í viðskipta- bönkum.15 Þessum nefndum er gert að halda fundi með reglulegu millibili og tilkynna í lok þeirra um ákvörðun sína. Þess utan er þeim gert að birta a.m.k. úrdrátt úr fundargerðum sínum að ákveðnum tíma liðnum og gera þingi og þjóð með reglulegu millibili rækilega grein fyrir framkvæmd stefnunnar í peningamálum. Hvað er það svo sem þessar nefndir eru að ræða og hvað er þar með meginhlutverk seðlabankastjóra? Jú, þær ræða mest um það hvert sé ástand og horfur í efnahagsmálum og hvert vaxtastigið eigi því að vera. En þær ræða líka mismunandi mat á því hvernig vextir hafa áhrif á hagkerfið, þ.e. hvað sé „rétta“ líkanið af hagkerfinu. Þær ræða hvort grípa eigi inn í gjaldeyrismarkað, hvort og hvernig peningastefnan eigi að taka tillit til eignaverðs og fleira af þessu tagi. Í þessu efni njóta þær aðstoðar heils skara af hag- fræðingum, en að lokum er það þeirra að taka af- stöðu. Meðlimir peningastefnunefndanna eru síðan út um allt þjóðfélagið til að útskýra þá hugsun sem að baki mati og ákvörðunum þeirra liggur. Seðlabanki Íslands Hvernig stendur þá Seðlabanki Íslands í þessu sam- hengi? Allavega miklu betur en fyrir nokkrum árum, enda hafa á örfáum árum verið gerðar miklar breytingar á þeim ramma sem bankinn starfar eftir og hann hefur þróað starfshætti sína og skipulag. Bankinn hefur haft verðbólgumarkmið síðan í mars 2001. Ný lög um Seðlabanka Íslands voru samþykkt á Alþingi í maí á sama ári. Í þeim voru bankanum sett markmið í samræmi við þá hugsun að verðbólga sé þegar öllu er á botninn hvolft peningalegt fyrirbæri.16 Bankinn öðlaðist fullt sjálfstæði til að beita tækjum sínum til að ná þeim markmiðum sem honum hafa verið sett. Formlega er það forsætisráðherra sem setur bankanum verðbólgumarkmiðið en í fram- kvæmd hefur það verið ákvarðað í samráði og sátt. Verðbólgumarkmiðið er 2½%. Vegna ástandsins sem ríkti í þjóðarbúskapnum þegar ákveðið var að bank- inn færi á verðbólgumarkmið var gefinn aðlögunar- tími og skyldi markmiðið nást eigi síðar en 2003. Nú er útlit fyrir að það geti náðst fyrr. Á grundvelli laganna hefur Seðlabankinn sett sér starfsreglur um undirbúning, rökstuðning og kynn- ingu ákvarðana í peningamálum, sem byggja á þeim hugmyndum sem ég hef hér reifað um reikningsskil og gagnsæi.17 Reglurnar byggjast á eftirfarandi meginsjónarmiðum: • „Að tryggt sé eftir föngum að við ákvarðanir í peningamálum nýtist upplýsingar sem máli skipta og þekking starfsmanna Seðlabankans. • Að við ákvarðanir í peningamálum séu viðhöfð bestu fagleg vinnubrögð og að þær séu vel grund- aðar og í samræmi við markmið bankans. • Að ákvörðunarferlið auki gagnsæi peningastefn- unnar og auðveldi kynningu á henni. • Að fyrir liggi eftirá hvernig einstakar ákvarðanir voru teknar og hvaða ráð og rök lágu að baki.“ Samkvæmt lögunum fer þriggja manna banka- stjórn með ákvörðunarvald í peningamálum. Hún ber jafnframt ábyrgð á verðbólguspá bankans og mati hans á ástandi og horfum í efnahagsmálum. Aðrir sem að ferlinu koma eru því ráðgjafar. Ársfjórð- ungslega er gerð verðbólguspá, og er hún undirbúin á hagfræðisviði bankans. Spáin er birt í ársfjórð- ungsriti bankans, Peningamálum, ásamt mati hans á ástandi og horfum í efnahagsmálum og rökstuðningi fyrir stefnunni í peningamálum hverju sinni. Banka- 88 PENINGAMÁL 2002/4 16. Sjá Peningamál 2001/2 og 2001/3. 17. Sjá Peningamál 2002/1. 15. Reynsla af starfi í fjármálastofnunum getur hins vegar komið sér vel varðandi hitt meginhlutverk seðlabanka, þ.e. að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.