Peningamál - 01.11.2002, Page 93

Peningamál - 01.11.2002, Page 93
92 PENINGAMÁL 2002/4 ast á almennum fjármálamarkaði en eru jafnan skilyrt því að efnahagsumbætur eigi sér stað í lántöku- ríkjunum. Auk þess að veita hefðbundin lán og neyð- arlán hefur sjóðurinn unnið með skuldsettum þróun- arríkjum í þeim tilgangi að létta skuldabyrði þeirra. Iðnríki hafa ekki haft þörf fyrir fjárhagsaðstoð sjóðs- ins um langt skeið. Ísland fékk síðast lán frá sjóðnum árið 1982 og rifja má upp að Bretland samdi á miðj- um áttunda áratugnum um lán frá sjóðnum. Um þessar mundir eru 88 aðildarríki Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins með lánasamninga við hann og eru útistand- andi lán hans nú jafnvirði um 90 milljarða Banda- ríkjadala. Stærstu lánasamningar sem gerðir hafa verið í ár eru við Tyrkland og Brasilíu. Bæði löndin hafa lent í umtalsverðum þrengingum en vinna að því skipulega í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að koma efnahagsmálum sínum á réttan kjöl. Undan- farið hefur einnig verið leitað leiða til að koma Argentínu til aðstoðar. Þar hefur ríkt neyðarástand í efnahagsmálum síðan stjórnvöld hættu að geta greitt af erlendum lánum sínum undir lok síðasta árs og gengi argentínska pesans var aftengt gengi Banda- ríkjadals. 4. Fjármálastöðugleiki Í kjölfar fjármálakreppunnar sem reið yfir Asíu árið 1997 réðust Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóða- bankinn í aðgerðir til að styrkja innviði í fjármála- kerfum aðildarríkjanna í samstarfi við stjórnvöld. Þetta sameiginlega verkefni er mat á fjármálastöðug- leika (e. Financial Sector Assessment Program, FSAP) og hófst það árið 1999. Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum var falið að meta fjármálakerfi aðildarlanda, kanna uppbyggingu þeirra, áhættuþætti og laga- umgjörð. Í lok ársins 2000 kom sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til Íslands, skipuð sér- fræðingum um fjármálastöðugleika og greiðslu- miðlunarkerfi. Gerð var úttekt á því hverjir væru styrkleikar og veikleikar fjármálakerfisins og hversu ítarlega væri fylgt alþjóðlegum viðmiðunum varð- andi fjármálamarkaði. Ísland var eitt af fyrstu aðildarríkjum sjóðsins sem gekkst undir heildstæða úttekt á fjármálastöðugleika. Niðurstöður úttektar- innar voru birtar á heimasíðum Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stefnt er að því að ljúka við úttekt allra 184 aðildarlandanna á árinu 2005 og er það verk vel á veg komið. 5. Eftirgjöf skulda fátæku ríkjanna Mörg fátæk ríki, einkum í Afríku, munu ekki ráða við að endurgreiða erlendar skuldir sínar án utanaðkom- andi aðstoðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Al- þjóðabankinn hafa í sameiningu komið á laggirnar framkvæmdaáætlun til að létta skuldabyrði af stór- skuldugum fátækum ríkjum (e. Heavily Indebted Poor Countries (HIPC) Initiative). Áætlunin byggist á þátttöku alþjóðasamfélagsins, þá einkum alþjóð- legra fjármálastofnana, og miðast að því að koma greiðslubyrði stórskuldugra ríkja í viðráðanlegt horf til frambúðar. Í HIPC-áætluninni er ennfremur lögð sérstök áhersla á að efla samfélagslega þætti í þátt- tökuríkjunum, einkum heilsugæslu og menntun, enda sé það grunnforsenda fyrir frekari þjóðfélagsupp- byggingu og efnahagsumbótum. Skilyrði fyrir aðstoð gegnum HIPC-áætlunina eru einkum tvö. Annars vegar þarf skuldastaða ríkis að vera óviðráðanleg og hins vegar þarf það að sýna fram á samstarfsvilja og getu til að takast á hendur endurbætur og uppbygg- ingu í efnahagsmálum í samvinnu við bæði Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann. Fyrsta skrefið er að ríki setji fram áætlun sem miðar að því að draga úr fátækt (e. Poverty Reduction Strategy Paper, PRSP). Þessi áætlun er gerð í samvinnu við stjórn- völd, sjóðinn, bankann og í nánu samstarfi við breiðan hóp heimamanna. Framkvæmdin er í hönd- um heimamanna en sjóðurinn og bankinn fylgjast með og gefa ráð eftir föngum. Að jafnaði er gert ráð fyrir að áætluninni sé fylgt í eitt ár áður en frammi- staða er metin og ákvörðun tekin um næsta skref, og þá er samið um ný eða áframhaldandi markmið. Gert er ráð fyrir að lánardrottnar séu sveigjanlegir og aðstoði við HIPC-áætlunina. Sem fyrr er miðað við að fylgt sé skynsamlegri stefnu í efnahagsmálum og leitast við að viðhalda efnahagslegum stöðugleika ásamt því að vinna að kerfisumbótum. Þegar um- sömdum markmiðum er náð eru skuldir afskrifaðar eða lækkaðar þannig að eftirstandandi skuldir séu viðráðanlegar, svo fremi að ekki komi til óvæntra utanaðkomandi áfalla. 6. Stjórnfesta Hugtakið stjórnfesta (e. governance) nær meðal annars yfir stjórnun á fjármálum hins opinbera og almenna hagstjórn auk lagaramma stjórnvalds- aðgerða. Í seinni tíð hefur athyglin einnig beinst að stjórnfestu í atvinnulífi, ekki síst í stórfyrirtækjum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.