Peningamál - 01.07.2008, Side 55

Peningamál - 01.07.2008, Side 55
P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 55 Viðauki 2 Könnun á mati sérfræðinga á fjármál a- markaði á horfum í efnahagsmálum Fyrir hverja útgáfu Peningamála gerir Seðlabankinn könnun á mati sérfræðinga á horfum í efnahagsmálum. Könnunin var gerð um miðjan júní og voru þátttakendur Askar Capital hf. og greiningardeildir Glitnis hf., Kaupþings hf. og Landsbanka Íslands hf. Helstu breytingar frá spá sömu aðila í apríl sl. eru að þeir spá minni hagvexti á spátímanum og meiri verðbólgu á þessu og næsta ári. Horfur á að verðbólga haldist mikil fram á næsta ár Sérfræðingar spá meiri verðbólgu framan af spátímanum en áður enda hefur verðbólga aukist afar hratt að undanförnu í kjölfar gengislækkun- ar krónunnar og vegna mikils undirliggjandi kostnaðarþrýstings. Horfur eru á að verðbólga verði áfram mikil fram á seinni hluta næsta árs að mati sérfræðinganna. Þeir spá því að verðbólga verði að meðaltali rúm- lega 11% á þessu ári líkt og gert er ráð fyrir í grunnspá Seðlabanka ns. Flestir þeirra spá því að verðbólga hjaðni mjög hratt á næsta ári og verði að meðaltali tæp 5% á árinu 2009 og komin niður í 3½% á öðrum fjórðungi ársins 2010. Meirihluti sérfræðinganna býst við því að verðbólga verði í nánd við markmið í lok spátímans, þ.e.a.s. á öðr- um ársfjórðungi 2011. Grunnspá Seðlabankans gerir ráð fyrir nokkru hægari hjöðnun verðbólgu þar sem hún verður að meðaltali 7½% árið 2009 en komin niður í 3½% á öðrum ársfjórðungi 2010 líkt og sér- fræðingarnir gera ráð fyrir. Í grunnspánni næst verðbólgumarkmiðið á seinni hluta ársins 2010. Hagvöxtur hverfandi framan af spátímanum Ýmsar vísbendingar eru komnar fram um að farið sé að hægja nokkuð hratt á hagvexti, einkum vegna samdráttar fjárfestingar og kólnunar á fasteignamarkaði, þótt einkaneysla sé enn nokkuð sterk. Líkt og í síð- ustu könnun gera sérfræðingarnir ráð fyrir að hagvöxtur verði hverf- andi á þessu ári og spá að meðaltali ½% hagvexti á árinu 2009 sem er prósentu minna en síðast. Tveir svarendur búast við samdrætti á þessu ári og einungis einn býst við samdrætti á því næsta. Þeir áætla að hag- vöxtur glæðist nokkuð árið 2010 og verði að meðaltali rúmlega 2%. Samkvæmt grunnspá Seðlabankans verður rúmlega 1% hagvöxtur í ár en um 2% samdráttur árin 2009 og 2010. Sérfræðingarnir eru því mun bjartsýnni en Seðlabankinn. Ólíkar spár um gengi krónunnar Gengi krónunnar hefur lækkað töluvert síðan í mars og aftur í júní en verið afar sveifl ukennt þar á milli. Að meðaltali spá sérfræðingarnir að gengisvísitalan verði 144 stig á þessu ári og u.þ.b. 140 stig út spátím- ann. Hins vegar eru þeir fremur ósammála um gengisþróunina og einn svarenda býst við töluverðri hækkun á gengi krónunnar út spátímann. Grunnspá Seðlabankans gerir ráð fyrir lægra gengi krónunnar á spá- ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.