Peningamál - 01.07.2008, Síða 55

Peningamál - 01.07.2008, Síða 55
P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 55 Viðauki 2 Könnun á mati sérfræðinga á fjármál a- markaði á horfum í efnahagsmálum Fyrir hverja útgáfu Peningamála gerir Seðlabankinn könnun á mati sérfræðinga á horfum í efnahagsmálum. Könnunin var gerð um miðjan júní og voru þátttakendur Askar Capital hf. og greiningardeildir Glitnis hf., Kaupþings hf. og Landsbanka Íslands hf. Helstu breytingar frá spá sömu aðila í apríl sl. eru að þeir spá minni hagvexti á spátímanum og meiri verðbólgu á þessu og næsta ári. Horfur á að verðbólga haldist mikil fram á næsta ár Sérfræðingar spá meiri verðbólgu framan af spátímanum en áður enda hefur verðbólga aukist afar hratt að undanförnu í kjölfar gengislækkun- ar krónunnar og vegna mikils undirliggjandi kostnaðarþrýstings. Horfur eru á að verðbólga verði áfram mikil fram á seinni hluta næsta árs að mati sérfræðinganna. Þeir spá því að verðbólga verði að meðaltali rúm- lega 11% á þessu ári líkt og gert er ráð fyrir í grunnspá Seðlabanka ns. Flestir þeirra spá því að verðbólga hjaðni mjög hratt á næsta ári og verði að meðaltali tæp 5% á árinu 2009 og komin niður í 3½% á öðrum fjórðungi ársins 2010. Meirihluti sérfræðinganna býst við því að verðbólga verði í nánd við markmið í lok spátímans, þ.e.a.s. á öðr- um ársfjórðungi 2011. Grunnspá Seðlabankans gerir ráð fyrir nokkru hægari hjöðnun verðbólgu þar sem hún verður að meðaltali 7½% árið 2009 en komin niður í 3½% á öðrum ársfjórðungi 2010 líkt og sér- fræðingarnir gera ráð fyrir. Í grunnspánni næst verðbólgumarkmiðið á seinni hluta ársins 2010. Hagvöxtur hverfandi framan af spátímanum Ýmsar vísbendingar eru komnar fram um að farið sé að hægja nokkuð hratt á hagvexti, einkum vegna samdráttar fjárfestingar og kólnunar á fasteignamarkaði, þótt einkaneysla sé enn nokkuð sterk. Líkt og í síð- ustu könnun gera sérfræðingarnir ráð fyrir að hagvöxtur verði hverf- andi á þessu ári og spá að meðaltali ½% hagvexti á árinu 2009 sem er prósentu minna en síðast. Tveir svarendur búast við samdrætti á þessu ári og einungis einn býst við samdrætti á því næsta. Þeir áætla að hag- vöxtur glæðist nokkuð árið 2010 og verði að meðaltali rúmlega 2%. Samkvæmt grunnspá Seðlabankans verður rúmlega 1% hagvöxtur í ár en um 2% samdráttur árin 2009 og 2010. Sérfræðingarnir eru því mun bjartsýnni en Seðlabankinn. Ólíkar spár um gengi krónunnar Gengi krónunnar hefur lækkað töluvert síðan í mars og aftur í júní en verið afar sveifl ukennt þar á milli. Að meðaltali spá sérfræðingarnir að gengisvísitalan verði 144 stig á þessu ári og u.þ.b. 140 stig út spátím- ann. Hins vegar eru þeir fremur ósammála um gengisþróunina og einn svarenda býst við töluverðri hækkun á gengi krónunnar út spátímann. Grunnspá Seðlabankans gerir ráð fyrir lægra gengi krónunnar á spá- ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.