Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 16

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 16 una, en bakslagið nú gæti grafið undan batanum og er líklegt að erfið skilyrði á fjármálamarkaði verði dragbítur á alþjóðlegan hagvöxt enn um sinn. Aukin áhættufælni hefur valdið því að skuldatryggingarálag á skuldabréf margra Evrópuríkja hefur hækkað mikið undanfarna mán- uði og hlutabréfaverð fallið. Verð hlutabréfa á heimsvísu hafði hækkað töluvert á fyrsta fjórðungi ársins en hefur lækkað umtalsvert síðan, sérstaklega frá því í lok júlí. Af helstu viðskiptalöndum Íslands varð lækkunin einna mest á evrusvæðinu en mikil lækkun varð einnig á öllum öðrum helstu hluta- bréfamörkuðum eins og t.d. á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Mikil óvissa ríkir á hlutabréfamörkuðum um þróunina á næstu mán- uðum einkum vegna skulda- og bankakreppu nokkurra ríkja innan evrusvæðisins. Alþjóðlegar verðbólguhorfur svipaðar Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur haldið áfram að mjakast upp á við undanfarna mánuði og víða hefur kjarnaverðbólga aukist þrátt fyrir slaka á vöru- og vinnumarkaði. Á Norðurlöndunum virðist verðbólgan þó hafa náð hámarki en verðbólgan á evrusvæðinu, sem virtist hafa náð hámarki í sumar, jókst á ný í september. Í spánni er gert ráð fyrir að verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands verði svipuð í ár og reiknað var með í síðustu Peningamálum í ágúst. Gert er ráð fyrir að verðbólgan hafi náð hámarki nú í haust og að hún minnki lítillega á ný undir lok ársins. Verri hagvaxtarhorfur, mikið atvinnuleysi og lækkandi hrávöruverð ættu að draga úr verðhækkunum á næst- unni. Horfur um verðbólgu fyrir næstu tvö ár hafa einnig lítið breyst. Hækkun stýrivaxta víða um heim í sumar virðist hafa stöðvast í bili, sérstaklega meðal iðnríkja. Sumir seðlabankar í Asíu hafa reyndar haldið áfram að hækka vexti en aðrir hafa hafið að vinda ofan af fyrri hækkunum. Vaxandi óvissa um framvindu efnahagsmála og skulda- og bankakreppan á evrusvæðinu eru meginástæður þess að seðla- bankar stærstu iðnríkjanna hafa haldið vöxtum sínum óbreyttum frá útgáfu síðustu Peningamála. Olíu- og hrávöruverð lægra en spáð var í ágúst Olíuverð hélt áfram að hækka í sumar og náði hámarki á ný í júlí sl. Frá því í sumar hefur það hins vegar lækkað aftur í takt við aðrar hrávörur. Verðlækkunin er heldur meiri en búist var við í síðustu Peningamálum og hefur því spáin fyrir árið lækkað lítillega. Spá bankans byggist á framvirku verði og spám helstu greiningaraðila og er gert ráð fyrir að meðalhækkun ársins verði um 35%, en í ágúst var spáð um 38% hækkun. Spáin gerir ráð fyrir að olíuverð á næsta ári verði 6% lægra en í ár, sem er nokkru lægra en í síðustu spá, og skýrist breytingin af lakari alþjóðlegum hagvaxtarhorfum og sterkara gengi Bandaríkjadals en miðað var við í ágúst. Alþjóðlegt hrávöruverð hækkaði einnig mikið á fyrstu mánuðum ársins en hefur verið að lækka frá því í vor. Óróleiki á fjármálamörkuðum og horfur um minni hagvöxt hafa ýtt undir hrá- vöruverðslækkanir, en þó hefur matvælaverð lækkað minna en verð á öðrum hrávörum þar sem uppskera virðist minni en búist var við í byrjun árs. Forsendur fyrir hrávöruverði í ár eru aðeins lægri en í síð- ustu spá. Gert er ráð fyrir að meðalhækkun ársins verði rúmlega 20% 1. Núll þýðir litla áhættufælni og einn þýðir mikla áhættufælni. Heimild: Macrobond. Vísitala Mynd II-4 Áhættufælni á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum1 Daglegar tölur 2. janúar 2007 - 27. október 2011 Langtímaáhættufælni Skammtímaáhættufælni (40 daga hreyfanlegt meðaltal) 0,0 1,0 0,1 0,2 0,3 0,4 0,5 0,6 0,7 0,8 0,9 20112010200920082007 Punktar Mynd II-5 Skuldatryggingarálag Daglegar tölur 1. janúar 2008 - 28. október 2011 Heimild: Bloomberg. 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 2.200 2008 201120102009 Spánn Bandaríkin Írland Grikkland Frakkland Þýskaland 19. júlí: 2.477 26. sept.: 6.752 Heimild: Macrobond. 12 mánaða breyting (%) Mynd II-6 Verðbólga meðal helstu iðnríkja Janúar 2004 - september 2011 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 20112010200920082007200620052004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.