Peningamál - 01.11.2011, Side 16

Peningamál - 01.11.2011, Side 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 16 una, en bakslagið nú gæti grafið undan batanum og er líklegt að erfið skilyrði á fjármálamarkaði verði dragbítur á alþjóðlegan hagvöxt enn um sinn. Aukin áhættufælni hefur valdið því að skuldatryggingarálag á skuldabréf margra Evrópuríkja hefur hækkað mikið undanfarna mán- uði og hlutabréfaverð fallið. Verð hlutabréfa á heimsvísu hafði hækkað töluvert á fyrsta fjórðungi ársins en hefur lækkað umtalsvert síðan, sérstaklega frá því í lok júlí. Af helstu viðskiptalöndum Íslands varð lækkunin einna mest á evrusvæðinu en mikil lækkun varð einnig á öllum öðrum helstu hluta- bréfamörkuðum eins og t.d. á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Mikil óvissa ríkir á hlutabréfamörkuðum um þróunina á næstu mán- uðum einkum vegna skulda- og bankakreppu nokkurra ríkja innan evrusvæðisins. Alþjóðlegar verðbólguhorfur svipaðar Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur haldið áfram að mjakast upp á við undanfarna mánuði og víða hefur kjarnaverðbólga aukist þrátt fyrir slaka á vöru- og vinnumarkaði. Á Norðurlöndunum virðist verðbólgan þó hafa náð hámarki en verðbólgan á evrusvæðinu, sem virtist hafa náð hámarki í sumar, jókst á ný í september. Í spánni er gert ráð fyrir að verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands verði svipuð í ár og reiknað var með í síðustu Peningamálum í ágúst. Gert er ráð fyrir að verðbólgan hafi náð hámarki nú í haust og að hún minnki lítillega á ný undir lok ársins. Verri hagvaxtarhorfur, mikið atvinnuleysi og lækkandi hrávöruverð ættu að draga úr verðhækkunum á næst- unni. Horfur um verðbólgu fyrir næstu tvö ár hafa einnig lítið breyst. Hækkun stýrivaxta víða um heim í sumar virðist hafa stöðvast í bili, sérstaklega meðal iðnríkja. Sumir seðlabankar í Asíu hafa reyndar haldið áfram að hækka vexti en aðrir hafa hafið að vinda ofan af fyrri hækkunum. Vaxandi óvissa um framvindu efnahagsmála og skulda- og bankakreppan á evrusvæðinu eru meginástæður þess að seðla- bankar stærstu iðnríkjanna hafa haldið vöxtum sínum óbreyttum frá útgáfu síðustu Peningamála. Olíu- og hrávöruverð lægra en spáð var í ágúst Olíuverð hélt áfram að hækka í sumar og náði hámarki á ný í júlí sl. Frá því í sumar hefur það hins vegar lækkað aftur í takt við aðrar hrávörur. Verðlækkunin er heldur meiri en búist var við í síðustu Peningamálum og hefur því spáin fyrir árið lækkað lítillega. Spá bankans byggist á framvirku verði og spám helstu greiningaraðila og er gert ráð fyrir að meðalhækkun ársins verði um 35%, en í ágúst var spáð um 38% hækkun. Spáin gerir ráð fyrir að olíuverð á næsta ári verði 6% lægra en í ár, sem er nokkru lægra en í síðustu spá, og skýrist breytingin af lakari alþjóðlegum hagvaxtarhorfum og sterkara gengi Bandaríkjadals en miðað var við í ágúst. Alþjóðlegt hrávöruverð hækkaði einnig mikið á fyrstu mánuðum ársins en hefur verið að lækka frá því í vor. Óróleiki á fjármálamörkuðum og horfur um minni hagvöxt hafa ýtt undir hrá- vöruverðslækkanir, en þó hefur matvælaverð lækkað minna en verð á öðrum hrávörum þar sem uppskera virðist minni en búist var við í byrjun árs. Forsendur fyrir hrávöruverði í ár eru aðeins lægri en í síð- ustu spá. Gert er ráð fyrir að meðalhækkun ársins verði rúmlega 20% 1. Núll þýðir litla áhættufælni og einn þýðir mikla áhættufælni. Heimild: Macrobond. Vísitala Mynd II-4 Áhættufælni á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum1 Daglegar tölur 2. janúar 2007 - 27. október 2011 Langtímaáhættufælni Skammtímaáhættufælni (40 daga hreyfanlegt meðaltal) 0,0 1,0 0,1 0,2 0,3 0,4 0,5 0,6 0,7 0,8 0,9 20112010200920082007 Punktar Mynd II-5 Skuldatryggingarálag Daglegar tölur 1. janúar 2008 - 28. október 2011 Heimild: Bloomberg. 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 2.200 2008 201120102009 Spánn Bandaríkin Írland Grikkland Frakkland Þýskaland 19. júlí: 2.477 26. sept.: 6.752 Heimild: Macrobond. 12 mánaða breyting (%) Mynd II-6 Verðbólga meðal helstu iðnríkja Janúar 2004 - september 2011 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 20112010200920082007200620052004

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.