Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 54

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 54
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 54 VII Ytri jöfnuður Viðskiptajöfnuður var neikvæður um rúm 13% af vergri landsfram- leiðslu á fyrri helmingi ársins 2011, sem er aðeins meiri halli en á sama tíma árið áður. Afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum mældist 55 ma.kr. en 155 ma.kr. halli var á þáttatekjum. Án innlánsstofnana í slitameðferð var halli á jöfnuði þáttatekna mun lægri eða 85 ma.kr. og viðskiptahalli tæp 4% af vergri landsframleiðslu. Horfur eru á að viðskiptajöfnuður án innlánsstofnana í slitameðferð verði lítillega jákvæður fyrir árið í heild eða 0,5% og að enn meiri afgangur verði á næsta ári, einkum vegna meiri afgangs af vöru- og þjónustuvið- skiptum. Sé horft framhjá skuldbindingum lyfjafyrirtækisins Actavis, sem hafa hverfandi áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað, er mun meiri afgangur á viðskiptajöfnuði. Jákvæður vöru- og þjónustujöfnuður Vöruskiptajöfnuðurinn hefur haldist jákvæður það sem af er ári þrátt fyrir töluverðan vöxt innflutnings. Innflutningur jókst um 17% á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tíma árið áður, mælt á föstu gengi, en útflutningur jókst um tæp 13% á sama tíma. Á sama tíma nam afgangur á vöruskiptajöfnuði 81 ma.kr., mælt á föstu gengi, eða 9 ma.kr. á mánuði að jafnaði. Þetta er heldur minni afgangur en á sama tíma fyrir ári, en engu að síður er þetta annar mesti afgangur sem verið hefur á fyrstu níu mánuðum ársins frá árinu 1995. Eftir gífurlegan samdrátt innflutnings í kjölfar fjármálakrepp- unnar haustið 2008 og fram á árið 2010 hefur verðmæti innflutnings smám saman verið að aukast á ný. Á þessu ári hefur innflutningur ýmissar neysluvöru, eins og bíla og heimilistækja, aukist verulega. Einnig hefur verðmæti innflutts eldsneytis og hrá- og rekstrarvöru aukist töluvert á árinu í kjölfar mikillar verðhækkunar í byrjun árs. Verðmæti útflutnings hefur einnig aukist á árinu, einkum á þriðja ársfjórðungi. Hækkandi verð sjávarafurða og mikil hækkun á álverði skýra stóran hluta aukningarinnar á fyrri hluta ársins, en mikil aukning í útflutningi sjávarafurða og ýmissar iðnaðarvöru aukningu á þriðja ársfjórðungi. Þjónustuviðskipti voru jákvæð á öðrum fjórðungi ársins um tæpa 16 ma.kr. eftir tæplega 4 ma.kr. halla á fyrsta ársfjórðungi. Afgangur af þjónustuviðskiptum á fyrri helmingi ársins er rúmlega tvöfalt meiri en á sama tíma fyrir ári. Auknar tekjur af samgöngum skýra aukinn afgang á fyrri helmingi ársins, en aukin útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis meira en vega upp á móti auknum tekjum af ferðaþjónustu. Þar að auki var önnur innflutt þjónusta mun meiri en önnur útflutt þjónusta. Horfur eru á áframhaldandi afgangi á vöru- og þjónustuvið- skiptum á seinni hluta ársins. Verð sjávarafurða hefur haldið áfram að hækka. Greiðslukortatölur og fjöldi ferðamanna sem fer um Leifsstöð benda til verulegrar fjölgunar ferðamanna til landsins og tekjum af þeim á þriðja ársfjórðungi. Því er gert ráð fyrir að útflutningsverðmæti vöru og þjónustu verði heldur meira á seinni hluta ársins en í síðustu spá. Meiri útflutningur og töluvert hagstæðari þróun viðskiptakjara á seinni hluta ársins hefur í för með sér að spáð er nokkru meiri afgangi Mynd VII-1 Undirþættir viðskiptajafnaðar1 1. ársfj. 2003 - 2. ársfj. 2011 Ma.kr. 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður (hlutur innlánsstofnana í slitameðferð) Þáttatekjujöfnuður (annað) -140 -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 ‘1120102009200820072006200520042003 Mynd VII-2 Vöruskiptajöfnuður Á föstu gengi, janúar 2005 - ágúst 2011 Ma.kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla Vöruskiptajöfnuður -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 2011201020092008200720062005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.